7.5.2007 | 05:52
Að eyða peningum í skattalækkanir
Ég er að hlusta á kjördæmaþátt úr Reykjavík norður á RUV. Skattaumræðan í þættinum er stórmerkileg. Engin vill lengur hækka skatta, ekki á einstaklinga, ekki á fyrirtæki. Það er frekar talað um að það þurfi að lækka skattana, bæði á fyrirtæki og einstaklinga.
Það lítur því vel út með skattaálögur á Íslandi á næstu árum, öðruvísi mér áður brá.
Meira að segja Jóhanna Sigurðardóttir sagði að hún vildi ekki setja á hátekjuskatt aftur.
En ég hjó hins vegar eftir því þegar Jóhanna sagði að ríkisstjórnin hefði eytt 50 milljörðum í skattalækkanir. Ef til vill mismæli, ef til vill segir þetta eitthvað hvernig hún lítur á tekjur fyrirtækja og einstaklinga.
Annars var þátturinn rólegur og "kurteis" ef svo má að orði komast. Guðlaugur Þór stóð sig vel, Jón Sigurðsson virðist vaxa í baráttunni, Katrín komst vel frá sínu, allir áttu nokkuð góðan dag, það var einna helst Jóhanna sem mér fannst langt frá sínu besta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Athugasemdir
Sæll Tómas. Já það er stórskemmtilegt að hlusta á vinstri flokkana ræða um skattamál núna. Enda vita þeir að ef þeir hefðu sjálfir verið við stjórn síðustu fjögur ár hefðu skatttekjur ríkisins ekki aukist eins mikið og verið hefur og framlög til mennta- og velferðarmála væru mun minni en í dag, sjá hér.
Þorsteinn Sverrisson, 7.5.2007 kl. 22:07
Það sem skiptir líklega mestu máli er hvernig flokkarnir vinna að því að stækka "kökuna".
Það er það sem hefur skipt megin máli á Íslandi undanfarin ár, hvað "kakan" hefur stækkað mikið. Besta dæmið um er ef til vill af sköttum fyrirtækja, sem hafa verið lækkaðir úr um 50% í 18, en gefa samt sem áður miklu meiri tekjur.
G. Tómas Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 06:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.