5.5.2007 | 14:29
Auðvitað kaus ég rétt
Ég slengdi mér í próf sem ég rakst á hjá púkanum, sem bloggar hér á Moggablogginu. Þó að ég hafi þegar greitt atkvæði, þá þurfti ég auðvitað að athuga hvort ég hefði nokkuð verið að gera einhverja vitleysu.
En niðurstaðan tók af allan vafa, atkvæðið fór á réttan stað, en prófið sagði mér eftirfarandi:
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 75%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 50%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 38%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Sjálfstæðisflokksins!
Það vakti hins vegar athygli mína, rétt eins og púkinn bendir á, að ef ekkert er valið og sá sem tekur prófið segist skoðanalaus með öllu, þá er mælt með því að kjósa Samfylkinguna. Tilviljun?
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 0%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 0%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 0%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 0%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 0%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 0%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 0%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Grín og glens | Facebook
Athugasemdir
Sæll gamli, mér finnst þú vera að linast eitthvað þarna í Kanödu !
Skoraði sjálfur strax eins og uppeldið segir til um :)
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 100%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 50%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 60%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%
Sigurður Aðils (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:22
Jamm, svona fer dvölin í útlandinu með mann, þegar maður neyðist til að drekka vatn úr flöskum, fær ekki niðurgreitt lambakjöt, og heita vatnið klárast reglulega. Þetta fer illa með heilsuna.
Hef þó reynt að sótthreinsa sálina undanfarið, bæði með vodka og koníaki, er ekki frá því að það hjálpi, en á þó langt í land með að klára þá meðferð.
G. Tómas Gunnarsson, 10.5.2007 kl. 06:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.