Gönguferð í Kleinburg.

"Foringinn" Leifur Enno

Fór í hressandi gönguferð í Kleinburg í dag.  Það er alltaf hressandi að ganga í skóginum þar.  Þetta var heljarmikill flokkur.  Við hjónin, vinir okkar Willem og Kaire, og svo "foringinn" Leifur Enno og svo Christopher litli.  Með tvær kerrur og Leif Enno þó ýmist labbandi eða hlaupandi með, var þetta ábúðarmikill flokkur.

 Skógurinn iðaði af lífi, froskarnir kvökuðu eins og þeim væri borgað fyrir það, íkornarnir hlupu um og ég meira að segja sá í bjór, en hann kafaði þó jafn harðan.  Haukar flugu um loftið og sólin skein.  Hvað er hægt að fara fram á meira?

 Við vorum að vísu aðeins þreytt þegar heim var komið, en "feit" steik, sem ég skolaði niður með ljómandi spænsku rauðvíni (Bajoz) og konan með ropvatni féll í góðan jarðveg og konan er að koma foringjanum í svefn á meðan ég er að skrifa þetta (held reyndar að þau séu bæði sofnuð) og allt er eins og það á að vera.

 Á morgun verður annar góður dagur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband