Hiti í Miami - Enn eru fyrirhuguð hryðjuverk

Enn koma fréttir af fyrirhuguðum hryðjuverkum, nú eru 7 meintir hryðjuverkamenn handteknir í Miami.  Sagðir hafa ætlað að ráðast að Sears turninum í Chicago.

En sem betur fer virðist löggæslan hafa náð að stoppa þetta áður en nokkuð gerðist og samkvæmt fréttum halda handtökurnar áfram. Það virðist því ekki ætla að verða nokkuð hlé að ráðagerðum um hryðjuverk.  Þeir handteknu eru að meirihluta bandaríkjamenn, en jafnfram múslimir ef marka má fréttir. Fréttir segja jafnfram að hættan hafi ekki verið "bráð", ef svo má að orði komast. Sömuleiðis kemur fram að um hafi verið að ræða "sting operation", en sumar fréttirnar segja að FBI maður hafi "komið fram " sem útsendari frá Al Queda.

Það kemur fram í fréttum að fyrirhuguð eru stór hátíðarhöld í Miami til að fagna sigri Miami Heat í NBA deildinni, en fyrirhuguð hryðjuverk virðast þó ekki hafa tengst þeim.

Hér má sjá fréttir Globe and Mail, CNN, BBC og Miami Herald.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir höfðu...
- Engin plön
- Engin vopn
- Enga aðstöðu
- Engin sambönd við Al Queda
- Engin sambönd við nokkra aðra terrorista

Þeir voru ekki einusinni muslimar...

Þetta var bara enn ein krampakennd tilraun hjá hvíta húsinu til að hræðslu-b(l)inda almenning á vesturlöndum.

Kaldrani (IP-tala skráð) 2.7.2006 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband