Hið stóra ef.... Verðlaunasamkeppni

Skáldsögur sem byggja á "hvað ef sögu" (þar sam sagan er endurrituð út frá punkti sem er talin marka straumhvörf), líklega er Fatherland eftir Robert Harris eitt þekktasta dæmið um slíkan skáldskap sem hefur notið mikilla vinsælda.

Það getur verið skemmtilegt að ímynda sér eitt og annað út frá öðrum forsendum.  Þess vegna ætla ég að hafa hér stutta verðlaunasamkeppni.

Ímyndið ykkur ykkur að vinstri stjórnin sem fór frá völdum árið 1991 hefði setið áfram.  Ekkert hefði orðið úr breytingum eins og einkavæðingu bankanna, skattar á fyrirtæki væru ennþá fast að 50% og þar fram eftir götunum.  Ögmundur Jónasson, Jóhanna Sigurðardóttir eða Jón Baldvin Hannibalsson hefðu tekið við af Sverri Hermannssyn sem bankastjóri Landsbankans.  Samfylkingin eða Þjóðvaki hefðu aldrei verið stofnuð (óþarfi þar sem flokkarnir væru við völd), en hér væru ennþá til Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag og Kvennalisti.  Síminn væri að sjálfsögðu ennþá í ríkiseign og vinstri borgarstjóri í Reykjavík væri að hefja uppbyggingu á brunnum húsum í Austurstræti.

Hvernig myndi fréttin sem tengd er við þessa færslu þá hljóma?  Eða hefði einhver frétt um "fjármálageirann" verið skrifuð?

Skrifið "smásögur" ykkur í athugasemdir hér að neðan, eða notið tengilinn "hafa samband".  Dómnefnd er lýðræðislega skipuð mér, og verðlaunin eru ekki af verri endanum, eða 1. líters brúsi af hágæða hlynsýrópi sem framleitt er af miklum móð hér í Kanada þetta vor sem önnur og frí póstsending hvert sem er í heiminum.


mbl.is Yfir þúsund störf urðu til í fjármálastarfsemi á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband