Gamalkunnur hrollur

Það var ekki laust við að um mig færi hrollur þegar ég las þessa frétt.  Ekki það að vín eða vínrækt, eða lestur um vín gefi mér yfirleitt hroll, nema þá þann sem flokkast undir ánægju.  En þegar ég les um fyrirætlanir hins opinbera  (sama hvar það er)  um að skipuleggja landbúnaðarframleiðslu fæ ég alltaf hálfgerðan hroll. 

Mér er það alfarið óskiljanlegt hvernig það getur komið til að á svo stórum hluta jarðar þá séu bændur og stjórnmálamenn þeirrar skoðunar að landbúnaðarafurðir eigi ekki lúta markaðslögmálum.

Það er auðvitað hið besta mál að "taka til" í vínrækt, en það á auðvitað að vera verk bændanna sjálfra en ekki hins opinbera.

Auðvitað kemur svo "menning" í spilið og bændurnir ekki ánægðir með það sem framkvæma á, líklega vilja þeir halda áfram sem áður, með þeim formerkjum að senda reikninginn fyrir starf sitt til skattborgaranna.

 


mbl.is ESB leggur til róttæka uppstokkun á vínrækt í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband