Af hverju ekki blogfærsla með ZERO slagorðum?

Ég hef aldrei séð auglýsingu fyrir kók ZERO, en ég hef hins vegar heyrt og séð mikið fjallað um þessar auglýsingar og hvernig VG sneri þessum auglýsingum upp á Framsóknarflokkinn, voru margir hneykslaðir á þessu framferði.

Persónulega verð ég að segja að mér þykir eðlilegt og skemmtilegt ef ungt fólk í pólitík er svolítið "agressívt".  Það veitir ekki af smá ferskleika í baráttuna og fátt er leiðinlegra en ungt fólk í pólitík sem er "miðaldra" eða þaðan af eldra.

Sjálfur kom ég örlítið nálægt útgáfustarfsemi af þessu tagi á yngri árum, og kom þá nálægt ýmsu sem settlegt fólk myndi sjálfsagt vilja "særa" mig niður fyrir.

Eftirminnilegast eru ábyggilega barmerkin með útliti "innakstur bannaður" skiltis og á stóð "Aldrei aftur vinstri stjórn".  Ekki síður eftirminnilegt er veggspjaldið sem við útbjuggum og sýndi gamla koparstungu af líkfylgd, svart hvít mynd sem prentað var ofan í með rauðu letri:  "Móðuharðindi af mannavöldum:  Framsóknaráratugurinn"

Sjálfsagt fannst mörgum þetta of langt gengið, en við skemmtum okkur bærilega.

En ég hef alltaf haft gaman af því að dunda mér með orð, og skeyti þá lítt um hvort það passi alltaf við mínar skoðanir, eða minn málstað.  Ég verð til dæmis að nefna að mér finnst slagorðið "Damnation", ákaflega gott, þó að ég sé ekki fylgjandi því sem það stendur fyrir, eða að eyðileggja verðmæti með því að skrifa það.

En í dag og gær hafa leitað í hugann nokkur "ZERO" slagorð, ekkert þeirra sérstaklega fylgjandi mínum málstað, en ég læt þau flakka hér holt og bolt.

Fyrstu tvö gætu til dæmis gagnast Íslandshreyfingunni, sem ég vona þó að komi ekki manni á þing.

Af hverju ekki  græn og ZERO vinstri?

Af hverju ekki Kárahnjúkastífla og ZERO vatn?

Framsókn gæti svo notað þessi.

Af hverju ekki framsókn og ZERO stopp?

Af hverju ekki ekkert stopp og ekkert ZERO?

Blessaður biskupinn gæti svo hæglega látið búa sér til barmmerki sem á stæði:

Hvers vegna ekki samfélag og ZERO framfarir?

Og að lokum er hér eitt "retro", sem hefði hljómað vel í seinni heimstyrjöld

Af hverju ekki Japan og ZERO flugvélar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Zero framsókn!

Auðun Gíslason, 27.4.2007 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband