En áfengi er ekki selt á bensínstöðvum

Áfengi og sölufyrirkomulag á því, ásamt sölustöðum virðist vera frjótt ágreiningsefni fyrir Íslendinga.

En í raun, ef ég hef skilið rétt, er bjór, vín eða annað áfengi hvergi selt á bensínstöðvum.

Svo mun hins vegar vera að veitingastaðir sem deila húsnæði með bensínstöðvum selja áfenga drykki. Eins og þeir gera víða um land.

Þó að innangengt sé á milli bensínafgreiðslu og veitingastaðar, er varla hægt að segja að bensínstöðvarnar selji áfengið.

Ekki frekar en hægt er að kaupa áfengi í fatabúðum í Kringlunni, þó að vissulega sé áfengi selt í sama húsnæði, bæði í smásölu og veitingarekstri. Það mun ennfremur vera algengt að einstaklingar komi á bíl til áfengiskaupa.

Umsögn lögreglunnar á Blönduósi bendir enn fremur til þess að ölvunarakstur stjórnist ekki af hvaða annar rekstur er í sama húsi og áfengissali.

 

 

 


mbl.is Gagnrýna bjór á bensínstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veitingastaðirnir deila ekki aðeins húsnæði með bensínstöðvum. Þú borgar á sama kassa og bjór og bensín er á sömu kvittun. Smurolían og bríserinn eru hlið við hlið á lagernum. Og sama starfsfólkið afgreiðir. En þessi sýndar aðskilnaður virðist vera að virka á suma. Að borða ekki hamborgaran og drekka bjórinn við hlið bensíndælu virðist nægja sumum til að halda að um aðskilinn og ótengdan rekstur sé að ræða.

Davíð12 (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 13:21

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Davíð12 Þakka þér fyrir þetta. Það er langt síðan ég hef komið í Staðarskála, eiginlega hryggilega langt. En síðast þegar ég kom þangað, var veitingasala og bensínafgreiðsla ekki á "sama kassanum". Það kann að hafa breyst.

Það sama gilti um veitingaskálann á Blönduósi, þar var innangengt, en sérstakir afgreiðslumenn.

Enda er ekki verið að tala um að að selja bjór í smásölu, en ég sé ekki hvað er að því að veitingastaður selji áfengi, þó að bensínsala sé einnig í húsinu, ef veitingastaðurinn uppfyllir öll þau skilyrði sem eru sett fyrir vínveitingaleyfum

G. Tómas Gunnarsson, 21.7.2015 kl. 13:45

3 identicon

Mín vegna mega bensínstöðvar selja pulsur,klámblöð og bjór. Verra þegar ekki finnast þurrkublöð vegna þess að nota þurfti plássið undir öngla, girni og flugur.

Davíð12 (IP-tala skráð) 21.7.2015 kl. 14:04

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mín vegna mega barir alveg selja bensín líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.7.2015 kl. 15:03

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Davíð12 Þakka þér fyrir þetta. Vöruúrval má sjálfsagt lengi deila um og hvað eigi upp á að bjóða. Menn leita þangað sem þeim líkar.

@Guðmdundur Þakka þér fyrir þetta. Smásala á mörgum vörum hefur lengi vafist fyrir Íslendingum. Öll sala á áfengi hefur einnig gert það.

Lengi þótt ekki góð latína að selja mjólk í matvöruverslunum, heldur þurfti sérverslanir.

Allt var vitlaust þegar Hagkaup hóf að selja lesgleraugu, og ekki minna havarí þegar matvöruverslanir hófu að selja bækjur (og sumar bókaverslanir kjöt).

Persónulega kanna ég vel við að geta verslað á sem fæstum stöðum.

G. Tómas Gunnarsson, 21.7.2015 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband