20.7.2015 | 18:35
Hvað þýðir það ef "Bandaríki Evrópu" koma til sögunnar?
Það hefur lengi verið ljóst að efri lög stjórnenda "Sambandsins" hafa verið "svag" fyrir "Sambandsríki", þ.e. "Bandaríkum Evrópu".
Það er einnig ljóst að stuðningur við slík áform á meðal almenna kjósenda í "Sambandsríkjum" hefur ekki verið almennur. Í raunar afar lítill.
Þó er ljóst að sambandsríki eins og Hollande, Frakklandsforseti kallar nú eftir, er það sem sem efri stjórnendur "Samdbandsins" vilja flestir stefna að, en þó sérstaklega innan "Eurosvæðisins"
En hvað þýðir það?
Þó að alltaf sé erfitt að spá, og sérstaklega um framtíðina, eins og maðurinn sagði er þó óhætt að ganga útfrá nokkrum hlutum sem vísum.
Þó að vissulega sé andstaða við að komið sé á fót "Bandaríkjum Evrópu", er engin vegin hægt að útiloka það, enda hefur Eurosvæðið sýnt að vilji er til bæði þess og hins að sniðganga vilja almennings á svæðinu.
En hvað myndi stofnun "Bandaríkja Evrópu" hafa í för með sér?
Það er erfitt að fullyrða um, en þó er líklegt að Eurosvæðið yrði að mörgu leyti auðveldari "stjórnsýslueining". Það er að auðveldara yrði að flytja fjármuni frá betur stæðari einingum, til hinna verr staddari.
Það er varla nokkur vafi á því að það er eitt af því sem Franskir ráðamenn finnst aðlaðandi við slíkt fyrirkomulag.
Sameiginlegar skatttekjur, til að dreifa um Euroríkið, er nokkuð sem Frönskum ráðamönnum myndi þykja framför, og án efa Grískum sömuleiðis.
En slíkt fyrirkomulag myndi án efa hafa margvíslegar aðrar breytingar í för með sér.
Þær stærstu yrðu án efa á alþjóðlega sviðinu.
Aðrar þjóðir heims, myndu varla sætta sig við að Eurosvæðið, sem sambandsríki, myndi hafa nema eitt atkvæði, og einn fulltrúa í alþjóðlegum stofnunum.
Þannig gæti varla nokkuð mælt með því að Eurosvæðið hefði fleiri fulltrúa hjá t.d. Sameinuðu þjóðunum, en Bandaríki Norður Ameríku, eða t.d. Kanada.
Þannig myndi alþjóðleg áhrif Evrópuríkja án efa minnka.
Að mörgu leiti má án efa segja að slíkt yrði verðskuldað.
En það er ekki síður verðugt umhugsunarefni fyrir margar þjóðir innan "Sambandsin" og Eurovæðisins, hvort að slíkt yrði í þágu þeirr hagsmuna.
Ekki síður er verðugt fyrir þjóðir sem standa utan "Sambandsins" hvort að slíkar fórnir væru þess virði.
Er til dæmis góð tilhugsun fyrir Íslendinga að á hafréttarráðstefnu, væri hagsmuna þeirra gætt af fulltrúum "Samabandsins" sem kæmu frá til dæmis Möltu og Króatíu, svo dæmi séu nefnd?
Ef til vill kann það að þykja einhverjum fjarlægur möguleiki, en rétt er að hafa í huga að í upphafi skyldi endinn skoða.
Vill sameiginlega ríkisstjórn evruríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.