20.6.2006 | 20:06
Vinyllinn í laserspilara
Margir hafa ábyggilega heyrt einhvern tjá sig um hvað gömlu vinyl plöturnar hafa fram yfir geisladiskana. Vinur minn vakti athygli mína á því að nú er hægt að sameina þetta tvennt, fá geislaspilara fyrir gömlu vinylplöturnar mínar. Hljómgæðin eiga víst að vera ótrúleg.
Það sem helst mun líklega koma í veg fyrir að ég fjárfesti í þessum gæðagrip á næstunni, mun víst vera verðið, en það byrjar víst í kringum milljón íslenskar krónur, og færist svo upp.
En þeir sem vilja sjá gripinn á netinu geta það hér. Svo er spurning hvort að ég nái einhvern tíma að heyra í slíkum undragrip.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Tónlist, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.