Gríðarlega mikilvæg réttarhöld

Nú hefur Oskar Gröning verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir starf sitt í Auschwitz og þátttöku í þeim viðurstyggilegu fjöldamorðum sem þar voru framin.

Ef til vill er það rétt að Oskra hafi ekki drepið nokkurn, en hann var tannhjól í þeirri vítisvél sem murkaði lífið úr körlum, konum og börnum án nokkurrar miskunar.

Þeir sem myrtir voru voru aðallega Gyðingar, en einnig Roma fólk, Pólverjar og fólk af ólíkum uppruna.

Þegar réttarhöld yfir fyrrum böðlum nazista eru haldin nú á dögum, koma yfirleitt upp vangaveltur til hvers verið sé að elta uppi gamalmenni, sem eigi fáa lífdaga eftir.

En einmitt þess vegna er það mikilvægt að draga þá fyrir dóm.

Til þess að sýna að þessir hryllingur er ekki gleymdur, ekki fyrirgefinn, ekki fyrndur.

Það er líka nauðsynlegt að sýna fram að að hafa "bara" unnið í "stoðdeild" stærstu morð samtaka sögunnar, er ekki afsökun.

Í mínum huga er þó refsingin ekki aðalatriði, þó að hún sé nauðsynleg. Hvort að Oskar Gröning kemur til með að sitja í fangelsi í 4. ár, eða verður sleppt út fyrr af heilsufarsástæðum, er ekki svo mikilvægt í mínum huga.

Það er þó rétt að leiða hugann að því að í Auschwits, hefði maður á hans aldri verið myrtur stuttu eftir komu þangað, sendur í gasklefann.

En það sem er mikilvægast er að fá fram vitnisburð Oskars, játninguna, viðurkenninguna á því sem fram fór í Auschwits, frá einstaklingi sem starfaði við Helförina.

Þess vegna eru þessir réttarhöld alveg jafn mikilvæg og þau sem hafa farið fram áður, mörg yfir einstaklingum sem persónulega höfðu unnið ólýsanleg voðaverk.

Þau eru líka mikilvæg vegna þeirra sem enn þann dag í dag, reyna að halda því fram að Helförin hafi ekki átt sér stað, eða sé orðum aukin.

Réttarhöldin eru ekki haldin til að ná fram hefnd gegn Oskari Gröning, heldur til að sýna að réttlætið er enn til staðar, þó langt sé um liðið og sannleikurinn þurfi að ná að koma fram.


mbl.is Bókarinn fékk fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband