2.7.2015 | 09:33
Hvers vegna er það næsta ómögulegt að fella niður stóran hluta af skuldum Grikklands?
Því sem næst allir eru sammála því að Grikkland, eða Grikkir geta ekki staðið undir skuldum ríkisins.
En þó að flestir séu sammála um það þýðir það ekki að vilji sé til þess að fella stóran hluta þeirra niður. Jafnvel þó að æ fleiri geri sér grein fyrir því að um sé að ræða glatað fé, sem aldrei verður að fullu greitt til baka.
Auðvitað er það svo að eðlilegt getur talist (alla vegna í flestum tilfellum) að lán séu greidd. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig við eðlilegar kringumstæður.
En hluti vandans er að það eru hin ríkin á Eurosvæðinu sem eru að lang stærstum hluta eigendur skulda Grikkja. Ýmist með beinum lánum, í gegnum sjóði sem komið hefur verið á fót í gegnum Seðlabanka Eurosvæðisins og síðan einnig í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
Og eins og komið hefur fram er efnahagsástandið í mörgum ríkjum Eurosvæðisins langt í frá gott, og ríkin mega illa við að tapa slíkum fjármunum. Hvað þá að stjórnmálamenn (en ýmsir þeirra fullyrtu að engin hætta væri á að fé myndi tapast)kæri sig um að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna gríðarlegar upphæðir af skattfé þeirra hafi verið gefið.
Það verður því ekki þægilegt fyrir stjórnmálamenn í löndum eins og Spáni, Ítalíu og Frakklandi, að útskýra hvers vegna allt þetta skattfé muni tapast.
Það er heldur ekki auðvelt fyrir stjórnmálamenn í fátækum löndum eins og Eistlandi, Slovakíu og Sloveníu, að útskýra að á milli 2.5 og 3% af þjóðarframleiðslu þeirra hafi horfið í eurohítina í Grikklandi. Fátæk ríki munar um minna.
En ekki síður óttast stjórnmálamenn "Sambandsins" að eftirgjöf hluta skulda Grikklands muni vekja upp kröfur um skuldaniðurfellingar víðar um lönd, t.d. á Spáni, þar sem þingkosninar eru síðar á þessu ári. Slík eftirgjöf gæti virkað sem atkvæðasegull fyrir hreyfingar eins og Podemos.
Einnig er uppi ótti um að linkinnd gagnvart Grikklandi stuðli að auknum vinsældum "anti Sambandssinna", s.s. Marie Le Pen í Frakklandi, UKIP í Bretlandi, Finnaflokksins og áfram má telja.
Reyndar hlýtur að vera mikill vafi á hvort að skuldaniðurfelling myndi færa þeim meira fylgi, en allur vandræðagangurinn og mistökin í krísustjórnuninni hafa þegar gert. En koma
ndi hvert á fætur öðru væri vissulega hætta á mögnun.
Hér má sjá nokkrar upplýsingar um hvernig skuldinar skiptast á milli Eurolandanna, en endanlegar tölur og útreikningar eru nokkuð á reiki, enda fjárhagsaðstoðin sem Grikkland hefur fengið, sett upp á nokkuð flókinn máta.
Þar kemur til sögunnar bein lán, sjóðir "Sambandsins" og Eurosvæðisins, Seðlabanki Eurosvæðisins (bæði skuldabréfaka
up og ELA aðstoð) og svo Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, en vissulega gæti komið til þess að aðildarríkin þyrftu að leggja honum til aukið fjármagn ef hann þarf að afskrifa lán Grikklands.
Svogæti einnig farið að Seðlabanki Eurosvæðisins, yrði tæknilega gjaldþrota ef allt færi á versta veg.
Munurinn á þessum tveimur "skuldagröfum" liggur að mestu leyti í að fyrra grafið innheldur ekki ábyrgðir sem gætu komið til sögunnar vegna ELA aðstoðar SE.
Eins og sagði í upphafi þá eru ekki miklar líkur á því að Grikkland geti borgað skuldir sínar og því líklegra en ekki að skattgreiðendur þurfi að axla slíkt tap. En þeir eru margir stjórnmálamennirnar sem kjósa frekar að það gerist hægt og rólega (t.d. með lengingu lána og "vaxtafríum") og þeir geti rætt málin á neyðarfundum og ráðstefnum. Það kemur "betur út" að fresta vandamálinu, en að þurfa að ræða þau við kjósendur.
Hvað þá að þeir vilji ræða hvers vegna lánin voru færð frá fjármálafyrirtækjum í einkaeigu yfir til skattgreiðenda.
Slíkt færir engin atkvæði.
Hvetur Grikki til að segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.