Á " bráfsinu"..... Frakkland - Ung kona sem vill bjarga því frá sjálfu sér - og opinberum starfsmönnum. Að elska að hata Ronald McDonald

Ég rekst oft á athygliverða hluti þegar ég flakka um vefinn, það gera líklega flestir.  Ég hef nú um all langan tíma fylgst þannig með frönskum stjórnmálum úr fjarlægð.  Það er ekki einfalt að setja sig inn í málin þar, en þó virðast þó oft vera sama vitleysan, sama flækjan, og sama fólkið og þega ég bjó þar fyrir u.þ.b. 8 árum, en það er þó vissulega nokkur einföldun.

En það hefur ekki mikið farið fyrir frjálslyndum hægrimönnum í Frakklandi, alla vegna ekki svo að ég hafi eftir tekið.  Frönsk stjórnmál hafa gjarna verið í skrýtnum skotgröfum,  "ríkissinnaðir" "hægrimenn" eins og Chirac verið við völd, vinstri menn sem ennþá eru hallir undir kommúnisma, og svo öfgamenn eins og LePen, sem nýtur svo mikils fylgis að undrum sætir.  Í blönduna bætast svo verkalýðsfélög sem hafa nokkurt kverkatak á þjóðinni, auk þess sem nokkur hluti almennings og bænda virðist reiðubúinn til að storma um göturnar af minnst tilefni.

Ég hefur glatt mig að fylgjast örlítið, annað slagið með ungri konu og flokki sem ætla að reyna að breyta þessu aðeins, en Sabine Herold hefur vakið vaxandi athygli undanfarin ár.  Henni hefur verið bæði Jóhönnu af Örk og Margareti Thatcher.  Hún hefur verið óhrædd við að ráðast að verkalýðsfélögunum sem hún telur eitt allra stærsta mein Frakklands í dag.

Greinar um Sabine má finna hér, hér, hér, hér og hér

En hér er síða fyrir flokkinn Alternative Liberale

Það verður fróðlegt að fylgjast með Sabine og Alternative Liberale á næstu árum, hvort að þeim takist að gera sig gildandi í frönskum stjórnmálum, Frakklandi veitti ekki af svolítilli tilbreytingu.

En fyrst búið er að minnast á frakka og mótmæli, kemur McDonalds ósjálfrátt upp í hugann, enda McDonaldsstaðir nokkuð vinsælir hjá Frökkum til að skeyta skapi sínu á.  Það er þó nokkurs konar ástar/haturs samband á milli frakka og Ronalds, eins og lesa má í þessari grein í NYT.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband