18.4.2007 | 18:58
3.2 billjónir kílómetra af rótum?
Það er að Bjórá eins og svo víða að hingað berst umtalsverður "ruslpóstur". Oft bölva ég kamínuleysi heimilisins, en þetta fer flest ólesið beint í bláa endurvinnslukassann. En stundum tek ég þó eftir einni setningu, eða einu slagorði. Það gerðist í morgun og fær þessi auglýsing því að fljóta hingað inn, því mér þótti skringilega og skemmtilegt sjónarhorn dregið fram þar.
En auglýsingin var sem hér segir:
"Your lawn has over 2 billion miles of roots. Do you want to take care of all that?
GreenLawn does."
Eða snarað yfir á Íslenskuna:
"Á lóðinni þinni eru ríflega 3.2 billjónir kílometra af rótum. Vilt þú þurfa að að hugsa um þá alla?
GrænaLóðin geri það."
Ekki hef ég áður hugsað um hve mikið og óeigingjarnt starf ég inni af hendi í garðinum, en það er ekki að undra þó að ég sé gjarna hálf þreyttur eftir það.
Þetta er klassa auglýsingamennska, en bæklingurinn er samt sem áður á leiðina í endurvinnsluna, án þess að hringt hafi verið í fyrirtækið.
Meginflokkur: Viðskipti | Aukaflokkar: Bloggar, Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.