Athyglivert framtak - Kolviðarhól

Aukin skógrækt er vissulega af hinu góða, og ég væri alveg reiðubúinn til að leggja þessu máli lið, þó að ég hafi mínar efasemdir um ástæður hlýinda á jörðinni, en það er önnur saga. 

Það er líka hvorutveggja prýði að trjám sem og eins og kemur fram þá binda þau kolefni og gefa frá sér súrefni og bæta því andrúmsloftið. 

En eitt skil ég þó ekki alveg í PDF skjalinu sem fylgir með fréttinni.  Það er að það þurfi að planta 7 milljónum trjáa árlega og að hver bílstjóri þyrfti að gefa (sem þumalputtaregla) sem samsvaraði andvirði einnar tankfyllingar.

Nú myndi ég þyggja frekari útskýringar, því ég hélt einfeldni minni að trén "ynnu" fyrir okkur ár eftir ár, og raunar ykist "vinnuframlag" þeirra eftir því sem þau yrðu stærri.

Það sem ég hefði áhuga á að vita er hvað þarf mörg "meðaltré" til að "dekka" einn "meðalbíl" sem er ekið t.d. 20.000km á ári?

Þess utan velti ég svo auðvitað fyrir mér hvað ég "kemst langt" á risastóra silfurhlyninum sem prýðir bakgarðinn hjá mér, og skilar ekki aðeins sínu í kolfefnisbindingu, heldur býr til þægilegan skugga í garðinum og skýlir húsinu að hluta til fyrir sólinni og sparar þannig drjúgar fjárhæðir í loftkælingu.  En það er líklega ekki svo einfalt að reikna það út.


mbl.is Umhverfisverkefninu Kolviði hleypt af stokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessir útreikningar eru eðlilega mjög einfaldaðir. Nú er vitað með vissu hver er innflutningur eldsneytis (t.d. Landshair, skýraslusafn sem Hagstofan gefur út árlega) og hversu mikið af gróðurhúsalofttegundum verður við bruna. Þumalputtareglan er að þungi gróðurhúsategunda þyngist um ríflega þrefalt við bruna eldsneytis (3,12-3.18 eftir tegund). Þá er að reikna út hve trén geta bundið mikið kolefni en þar skipta aðstæður og trjátegundir máli. Talið er að þau geti bundið þetta 3-8 tonn á hektara miðað við að skógurinn sé orðin þetta 25-35 ára gamall. Oftast eru 3.000 - 5.000 trjáplöntum plantað út á hektara þannig að þetta eru allt reiknanlegar forsendur.

Svo er auðvitað rétt, að allar trjáplöntur sem lifa, binda áfram, þannig að þetta er ekki einfalt að að reikna út nákvæmlega.

Ertu viss um að þú sért með silfurhlyn í garðinum? Um silfurhlyn kannast ég satt að segja ekki við. Gæti ekki verið um silfurreyni (sorbus intermedia) að ræða? Koma ekki dökk ber á tréð síðsumars? Ef svo er, þá er um silfurreyni. Hlynurinn hefur mjög sérstök blöð stór og mikil og er hann í skjaldarmerki Kanada. Garðahlynur (acer pseudoplatanus) er algengastur á Íslandi og er einn elsti, fegursti og stærsti hlynur þeirrar teg. á horni Suðurgötu og Vonarstrætis í Reykjavík.

Gaman væri að heyra meira.

Mosi alias

Guðjón Sigþór Jensson, 17.4.2007 kl. 08:50

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Skógrækt er í góðu lagi, en skiplagslaust trjáplöntu niðurpot er að mínu viti skemmd á umhverfinu. Ömurlegt sum staðar að sjá ferkantaðar spilldur sem plantað hefur verið í trjám, verða að lýti á landslaginu. Það þarf að gera þetta í sátt við umhverfið og alls ekki henda niður trjám út um hvippinn og hvappinn.

Rúnar Haukur Ingimarsson, 17.4.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég telst ekki mikill sérfræðingur í trjám, eða fær um að þekkja tegundir hverjar frá öðru, en fer eftir því sem aðrir segja mér.

Mér er sagt að tréð í garðinum okkar sé Silfurhlynur, en sjálfur gæti ég ekki fullyrt neitt, nema að um hlyn sé að ræða. 

En það er auðvitað rétt að taka það fram áður en lengra er haldið að ég og fjölskyldan búum í Kanada, þess vegna er talað um hvað þessi risavaxni hlynur búi til þægilegan skugga og spari fjárhæðir (og líklega mengun) hvað varðar loftkælingu.

G. Tómas Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband