16.4.2007 | 05:59
Silfrið
Var að enda við að horfa á Silfrið frá því í gær.
Fínn þáttur, gott viðtal við Geir, eins og við var að búast stóð hann sig vel, sömuleiðis hafði ég gaman af umræðunum í Vettvangi dagsins. Þar var farið útfyrir hinn hefðbundna "viðmælendahóp" og gafst vel að mínu mati. Ef eitthvað var fannst mér frammistaða "atvinnustjórnmálamannsins", Margrétar Sverrisdóttur þar einna síst.
Síðan kom Ingibjörg Sólrún mér skemmtilega á óvart, viðtalið við hana sýndi hana í betra formi en mér finnst ég hafa séð hana í lengi. Léttara yfirbragð heldur en oft áður og gott "rennsli".
Ef ég ætti að ráðleggja henni eitthvað (ekki það að ég reikni með að mín ráð séu tekin alvarlega), myndi ég ráðleggja henni að kveða kröftuglega niður þennan "fórnarlambsstimpil" sem Egill og býsna margir stuðningsmenn Samfylkingarinnar eru að reyna að koma á hana.
Ég hef ekki trú á því að kjósendur hafi áhuga á því að flykkja sér um "fórnarlamb".
Lang sísti hluti þáttarins fannst mér síðan viðtalið við formenn norrænu jafnaðarmannaflokkanna, það fór aldrei á flug og nákvæmlega ekkert kom þar fram nema endurtekning á tiltölulega innihaldslitlum frösum.
En ég hlakka til þáttanna fram að kosningum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.