Heilög þrenning?

Það er vissulega athygliverð framsetning að Samfylkingarmenn verði að leggja sig alla fram um að almenningur "kokgleypi boðskap hennar með góðu eða illu".  (Feitletrun er blogghöfundar.).

Það er líklega best fyrir landsmenn sem hafa ekki þegar móttekið "fagnaðarerindið", sem þegar síðast fréttist var ríflega 80% kosningabærra Íslendinga, að forðast  Samfylkingarfólk á næstu vikum.

Enn fremur verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að það færi betur á að fólk sem getur aðeins nefnt Ingibjörgu, Sólrúnu og Gísladóttur, sem ástæðu fyrir veru sinni í Samfylkingunni, stofnaði einfaldlega aðdáendaklúbb, nú eða sértrúarsöfnuð. 

 


mbl.is Ingibjörgu, Vigdísi og stofnendum Kvennalistans þakkað á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Þú hittir beint í mark. Aðdáendaklúbbshugmyndin er snilld.

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 18:32

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Gleðilegt þegar fólk ber aðdáun fyrir formanni flokks síns. Sjálfstæðismenn ættu nú að vera fyrstir til að viðurkenna það. Þeir bera enn merki óttans sem ríkti í garð Davíðs

Heiða B. Heiðars, 14.4.2007 kl. 20:02

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er merkilegt að mér virðist sem andstæðingar Sjálfstæðisflokksins séu mun uppteknari af Davíð, heldur en Sjálfstæðismenn. Engan Sjálfstæðismann hef ég heyrt tala um að hann sé eða hafi verið í flokknum eingöngu vegna Davíðs. Nokkra hef ég þó heyrt segja að þeir hafi sagt sig úr honum hans vegna.

En hæfileg foringjadýrkun eða hollusta er fyllilega eðlileg og eðlilegt að einstaklingar líti upp til þeirra sem þeir telja að séu þeim hæfari og góðar fyrirmyndir. En þetta er hættulegt þegar það fer út í öfgar.

Hitt má svo ef til vill nefna, að ef borgarfulltrúar Samfylkingar hafa einungis Ingibjörgu, Sólrúnu og Gísladóttur sem ástæðu til að vera í Samfylkingunni og þessi skoðun er að breiðast út, er ef til vill fundin ástæðan fyrir því að fylgi flokksins mælist nú nokkuð undir 20%.

G. Tómas Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ætli þeir séu ekki svona álíka uppteknir af Davíð og þið af ISG

Sé engin merki þessara öfga sem þú þykist sjá. Persónulega hefði ég viljað sjá annan formann Samfylkingarinnar á sínum tíma en verð sáttari við ISG með hverjum deginum 

Heiða B. Heiðars, 14.4.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

 Stefnan hjá samfylkingunni er eins og þeir halda vindurinn blási þann daginn.  Þeir þora ekki að taka afstöðu í heitum mikilvægum málum.  Þetta er það sem er ástæðan fyrir fylgishruninu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég tel það dæmi um nokkra öfga ef einstaklingar telja enga ástæðu fyrir veru sinni í flokki nema einn einstakling.  Annars þarf ekki að fara mikið um bloggheima þessa dagana til að sjá hvernig Samfylkingarfólk hleður ISG lofi, svo að það snýst gjarna upp í andhverfu sína fyrir þá sem lesa, það sést enda að það hefur illa dugað til fylgisaukningar.

Hvað það varðar að Sjallar séu uppteknir af ISG og Fylkingarfólk af Davíð, þá vil ég segja að það er eðlilegt að "berja á" andstæðingum sínum, Davíð skoraði alla jafna nokkuð hátt yfir óvinsælustu stjórnmálamenn (en toppaði listann yfir þá vinsælustu) og því vissi stjórnarandstaðan að "árásir" á hann höfðu frjóan jarðveg.  Það sama má segja um Ingibjörgu, hún er einn óvinsælasti stjórnmálamaður landsins þessa dagana (skorar hins vegar lítt á vinsældalistum) og þvi eðlilegt að tækifærið sé nýtt, þar sem jarðvegurinn er til staðar.

Hins vegar þurfa Fylkingarfólk og aðrir andstæðingar Sjalla að átta sig á því að Davíð er hættur í pólitík.  Ég treysti mér nokkuð til þess að fullyrða að þegar ISG hættir, þá hverfur hún hægt og hljótt í algleymið, eftir það mun enginn andstæðingur hafa hana á hraðbergi.

P.S.  Það er merkilegt hvernig rökþrota menn sjá sig knúna til að "stinga niður lyklaborði" til þess eins að segja að eitthvað sé ekki svaravert.

G. Tómas Gunnarsson, 15.4.2007 kl. 02:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband