Að greiða niður fortíðina og byggja í haginn fyrir framtíðina

Það hefur verið mikil umræða á Íslandi undanfarnar vikur um hve stóran hlut hið opinbera er farið að taka til sín af þjóðarkökunni.

Það er að mörgu leyti rétt umræða og hefði núverandi ríkisstjórn mátt huga meira að skattalækkunum og niðurfellingum á öðrum gjöldum.  Sömuleiðis hefði mátt hafa útgjaldaaðhaldið mun stífara.

Það er þó ýmislegt sem rétt er að hafa í huga við þessa umræðu.

Í fyrsta lagi er það hvernig hlutfall ríkis og sveitarfélaga hefur breyst, sveitarfélögin taka til sín æ meira fjármagn, sem er þó auðvitað að hluta til eðlilegt, því almenningur gerir miklar kröfur til þeirra (að mínu mati gjarna um of).

Hitt er svo ekki síður vert að hafa í huga þegar rætt er um tekjur ríkissjóðs, sem er hve vel núverandi ríkisstjórn hefur gengið fram í því að lækka skuldir ríkissjóðs.

Það er réttilega sagt að þegar ríkissjóður safnar skuldum (í stað þess að draga saman, eða hækka skatta) sé það skattlagning á framtíðinni, framtíðinni er ætlað að borga rekstur dagsins.

Þannig var staðan á Íslandi um langt árabil, ríkissjóður safnaði æ meiri skuldum og sendi reikinginginn til framtíðar.  Það er þennan hallarekstur fyrri ára sem Íslendingar eru að hluta til að greiða með sköttum sínum í dag.

Sem betur fer er staðan í dag allt önnur, og risavaxnar fjárhæðir sem ella færu í vaxtagreiðslur er nú hægt að nota í annað.

Þess vegna er staðan bjartari nú en áður og tími til að huga að frekari skattalækkunum, en nauðsyn þess að draga saman útgjöldin er ennþá til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það er búið treysta undirstöðurnar á síðustu árum og ríkið orðið nánast skuldlaust Vilji stjórnvalda hefur verið til þess að styrkja velferðarkerfið en þenslan nú um stundir og krafan um aðhald í ríkisfjármálum hefur komið í veg fyrir það.  En þegar um fer að hægja þá verður ríkið vel í stakk búið til góðra verka

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 11.4.2007 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband