7.5.2015 | 18:46
Þörf upprifjun
Nú þegar 70 ár eru liðin frá lokum seinni heimstyrjaldar er þarft að rifja upp hörmungar stríðsins, aðdraganda þess og eftirleik.
Og kvikmyndin sem fylgir fréttinni sem þessi færsla er hengd við sýnir vel eyðilegginguna sem blasti við í stríðslok.
Reyndar er hægt að finna margar slíkar heimildir á netinu, og hægt að eyða tíma sínum í meiri óþarfa en að skoða slíkt og fræðast um styrjöldina miklu.
Þessa mynd og margar aðrar má finna á síðum s.s. YouTube, t.d á þessari síðu.
En þegar við fögnum því að 70 ár séu séu liðin frá lokum seinni heimstyrjaldar, er hollt að leiða hugann að því hvernig ástandið var í stríðslok.
Það er þarft að leiða hugann að því að það fengu ekki allar þjóðir endurheimt frelsi sitt í lok seinni heimstyrjaldarinnar. Sumum þjóðum má segja að hafi verið fórnað á "altari friðarins", því allir voru búnir að fá nóg af átökum.
Lok seinni heimstyrjaldrarinnar þýddi ekki endalok nauðungarflutninga einstaklinga í gripavögnum til nauðungarvistar. Búðirnar voru ekki "tæknivædd sláturhús" lengur, en þó voru þeir margir sem áttu þaðan ekki endurhvæmt.
Lok seinni heimstyrjaldarinnar þýddi ekki endalok gyðingahaturs, eða flótta þeirra frá Evrópu. Slíkt gerist enn þann dag í dag.
Og í mörgu er seinni heimstyrjöldin enn í umræðunni, rétt eins og umræða um stríðsskaðabætur sýnir okkur.
Og nýleg dæmi sýna okkur að hernám og innlimum landsvæða með valdi heyrir ekki sögunni til.
En þó að heimstyrjöldinni síðari hafi lokið fyrir 70 árum, má deila um hvenær eftirleik hennar (eða heimstyrjaldarinnnar fyrri) hafi lokið, eða hvort að eftirköst hennar séu enn að hrella Evrópu og heimsbyggðina.
Svona var Berlín í júlí 1945 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Saga, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.