5.5.2015 | 17:40
Fyrir hvað stendur Katrín Jakobsdóttir í pólítík?
Það skrifa margir um Katrínu Jakobsdóttur þessa dagana. Ýmist er hún hvött til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands, eða að vilji er til þess að hún leiði "samfylkingu" vinstri manna fram til sigurs á Alþingi.
Og það kemur fram í skoðanakönnunum að Katrín nýtur meira trausts á meðal Íslendinga en aðrir stjórnmálmenn. Sá eini sem er á sama plani er Ólafur Ragnar Grímsson, núverandi forseti.
Það er eins og að það sé traustvekjandi að hafa gegnt/gegna formanns embætti Alþýðubandalagsins/Vintri grænna. Slíkt traust loðir þó ekki við Steingrím J. Sigfússon.
En hefur Katrín í einhverju mikilvægu máli tekið aðra afstöðu en Steingrímur, eða Vinstri græn, sem nú njóta fylgis á milli 10 og 11%?
Það breytir ekki þeirri staðreynd að sjálfur kann ég ágætlega við þá ímynd af Katrínu sem við mér blasir.
Fallegt og einlægt bros og það sem virkar sem einlægur og trúverðugur talandi.
En fyrir hvað stendur Katrín Jakobsdóttir í pólítík?
Tók hún aðra afstöðu en Vinstri græn í einhverjum mikilvægum málum?
Var hún á móti afstöðu Vinstri grænna í í því að samþykkja IceSave samningana? Barðist hún fyrir því að "Skjaldborgin um heimilin" yrði öðruvísi, eða sterklegri en raun bar vitni?
Var hún á móti svikum Vinstri grænna þegar ríkisstjórn sem hún sat í, sótti um aðild að Evrópusambandinu?
Vann hún einhver "afrek" í Mennta og menningarmálaráðuneytinu, önnur en að fjölga þeim sem þiggja listamannalaun?
Hvað liggur eftir Katrínu Jakobsdóttur í Íslenskum stjórnmálum?
Eða hefur hún einfaldlega siglt nægilega lygnan sjó til þess að hafa fengið nægilega fáa á móti sér?
Er það nægilegt til þess að verða forseti Íslands, eða óskoraður leiðtogi Íslenskra vinstrimanna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"Er það nægilegt til þess að verða forseti Íslands, eða óskoraður leiðtogi Íslenskra vinstrimanna?"
Ekki að mínu mati.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2015 kl. 18:08
Katrín er ósköp indael og brosmild, hugguleg kona og vel máli farin. Hún hefur siglt milli skers og báru íslenskra stjórmála undanfarin ár án thess ad svo mikid sem ein bára fylgdi í kjölfarid. Traudla telst thad merki um mikilhaefan leidtoga, eda hvad?
Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 5.5.2015 kl. 19:52
Hvaða sleða draga skoðanakannanir eiginlega? Sleða blekkingarmeistara og svikaleikara?
Vonandi forðar stelpan Katrín sér frá því flækju-rugli, sem hún hefur komið þjóðinni, sér sjálfri, og sínum kjósendum í.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2015 kl. 21:12
Eina neikvæða er sá vottur af sjóveiki sem maður fær við að horfa á hana vagga hausnum fram og til baka og svo afturábak og áfram.
En flugvélarnar vagga víst alveg eins mikið á Saga Class og hjá almúganum
Grímur (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 21:17
Katrín stendur með lýðræðinu gegn svikum og sérhagsmunagæslu núverandi ríkisstjórnar. Katrín gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að auka jöfnuð með því að færa meiri byrðar yfir á auðmenn og hátekjufólk en lækka byrðar almennings.
Katrín stendur með langtíma hagsmunum þjóðarinnar gegn skammtímalausnum núverandi stjórnvalda. Hún gerir sér grein fyrir þeim verðmætum sem eru fólgin í ósnortinni náttúru og því tjóni sem aukin gróðurhúsaáhrif hafa á heimsbyggðina og vill taka tillit til þess.
Katrín vill færa stjórnsýslu Íslands nær hinum Norðurlöndunum sem er um það bil þveröfugt við það sem núverandi stjórnvöld stefna að. Árangur hinna norðurlandanna sannar yfirburði jafnaðarmennskunnar yfir frjálshyggju og auðræði.
Ef Katrín leiðir kosningabandalag núverandi stjórnarandstöðuflokka er líklegt að slík stjórn haldi mörg kjörtímabil og endurreisn Íslands haldi áfram eftir niðurrif núverandi ríkisstjórnar.
Katrín er sérstaklega vel til þess fallin að leiða slíkt samstarf enda er hún vinsæl, eldklár og samstarfsfús og því líkleg til að ná samstöðu í hópnum og góðum arangri.
Annars munu stjórnarandstöðuflokkarnir fá meirihluta þó að þeir myndi ekki með sér kosningabandalag. Hörmuleg frammistaða ríkisstjórnarinnar sér til þess.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.5.2015 kl. 23:25
Grímur þetta með sjóveikina, þetta er ljóður á annars mjög huggulegri konu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir var búin að ákveða að svíkja samflokksfólk, kjósendur kosningaloforðið um ESB, áður en hún fór í framboðið 2009. Það voru víst fleiri í VG líka búnir að ákveða.
Það er skipulagður óheiðarleikinn, sem er að tortíma öllu sem getur talist siðmenntað og mannúðlegt stjórnsýslukerfi.
Það er ekki bara VG sem stundar skipulagt óheiðaleikaleikrit. Allt gengur út á að svíkja, blekkja, og græða svo á svikunum og blekkingunum. Það þarf engan sérfræðing, til að sjá hvert svona svik og lögleysi leiðir samfélagið allt.
Það verður siðlaust "löglegt" græðgi og netþróunarhraðferðalag í blindri tortímingarþróun, ef fólk er ekki á samvisku/sjálfskoðunar/siðferðisvaktinni.
Skoðana og málfrelsi fylgir mikil samfélagsábyrgð.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 12:38
Þegar fólk segir að það eina neikvæða við Katrínu er að hún vaggi hausnum of mikið, þá held ég að það sé ekki mikið að.
Ég hugsa að hún yrði fínn leiðtogi en á eftir að sýna betur hvað í henni býr. Hún er samt í frekar lélegum flokki með of mikið af úrsérgengnu liði. Finnst hún ætti samt ekki að fara í forsetaframboð strax, en væri örugglega fínn forseti eftir nokkur ár.
Skúli (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 13:09
Heldurðu að hún hafi ekki vitað um svikin um ESB, eins og Anna Sigríður er að benda á? Eftir því sem Atli Gíslason segir voru Steingrímur og Jóhanna að plotta um það fyrir kosningarnar og ég get ekki ímyndað mér annað en að varaformenn og aðrir nánustu samstarfsmenn hafi vitað af þessu, en allir þögðu. Þetta kemur líka fram í bókinni hennar Margrétar Tryggvadóttur, ásamt fleiru miður fallegu frá þessum flokki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 13:20
@Ásthildur.
Það er einmitt erfitt að ímynda sér annað en að ESB hluti VG hafi allur vitað af samkomulaginu við SF fyrir kosningarnar 2009 en trúlega hafa villikettirnir ekki vitað af því. Þetta samkomulag er svo sennilega á topp 5 listanum yfir heimskulegustu pólitísku ákvarðarnirnar í sögu lýðveldisins. Sjaldan hefur fylgi verið sturtað jafn örugglega niður í klóakið fyrir nákvæmlega engan ávinning.
Mér vitandi þá er ekki til ein einasta áræðanleg heimild fyrir því að Katrín Jakobsdóttir hafi nokkurn tímann haft aðra skoðun en SJS ef hún hefur þá haft skoðunn yfirleitt. Fólk getur því allt eins kosið Steingrím ef það vill vinna þessum málsstað fylgi. En ef að velja á Katrínu fram yfir Steingrím vegna snoppunnar þá forði okkur allir góðir vættir. Þá værum við svo sannarlega komin á þann stað að vera farin að velja okkur pakka umbúðanna vegna vitandi þó að innihaldið er loft.
Benedikt Helgason, 6.5.2015 kl. 14:17
Katrín sveik ekkert eftir kosningarnar 2009. Hún var á móti aðild bæði fyrir og eftir kosningarnar út kjörtímabilið og er eftir því sem ég best veit enn á móti aðild.
Hún féllst hins vegar á þau rök að rétt væri að gefa þjóðinni tækifæri til að kjósa um aðild enda ljóst að ekki yrði mynduð vinstri stjórn öðruvísi.
Það er til vitnis um slæma stöðu lýðræðis á Íslandi að slík virðing fyrir lýðræðinu sé talin ljóður á ráði manna.
Þó að Katrín sé á móti ESB-aðild er ekkert því til fyrirstöðu að ríkisstjórn sem hún leiðir haldi áfram með aðildarviðræður. Í hennar huga er ekki til pólitískur ómöguleiki þegar um vilja þjóðarinnar er að ræða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 14:51
Viðskiptablaðið (14.mars 2014) vitnaði í þessa klassík frá SJS degi fyrir kosningar. Það er spurning um að setja þetta framan á stuttermabol Ásmundur.
_________________________
Sigmar Guðmundsson: „Kemur það til greina Steingrímur bara svo ég spyrji þig – bíddu Ástþór – kemur það til greina að hefja undirbúning að því að sækja um, strax núna eftir kosningar...“
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „... vegna þess að þannig hefur Samfylkingarfólkið talað.“
Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Að þetta byrji í sumar?“
Steingrímur J. Sigfússon: „Nei!“
Sigmar Guðmundsson: „Hvenær getur þetta byrjað?“
Steingrímur J. Sigfússon: „Það samrýmist ekki okkar stefnu og við hefðum ekkert umboð til slíks. Og þó við reyndum að leggja það til, forystufólkið í flokknum, að það yrði farið strax í aðildarviðræður, gagnstætt okkar stefnu, í maí, þá yrði það fellt í flokksráði vinstrigrænna. Þannig að slíkt er ekki í boði.“
___________________________
Máttu Atli Gísla og Lilja Móses, að ekki sé nú talað um kjósendur, búast við því að SJS og Katrín legðust í þennan "ESB-lýðræðisleiðangur" eftir þessi ummæli SJS?
Benedikt Helgason, 6.5.2015 kl. 15:15
Það er nú málið Benedikt, menn eru fljótir að gleyma, og svo má líka athuga af hverju hún var gerð að formanni, þegar Steingrími var ekki sætt lengur vegna óvinsælda. Miðað við hvernig komið var fram við sumt fólk þarna, "villikettina" til dæmis, þá er það alveg ljóst að Steingrímur myndi aldrei og ég segi aldrei láta málin í hendurnar á neinum sem hann gæti ekki haft stjórn á.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 15:23
Ein athugasemd út af því sem sagt er hér að ofan: Lilja Mós var ein af þeim sem studdi ESB-leiðangurinn sumarið 2009, þannig að hún var enginn sérstakur villiköttur í því máli
Skúli (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 15:55
Villikettirnir voru samansafn einstaklinga sem virtu ekki lýðræðislegar niðurstöður og vildu fá að ráða flokknum þótt þeir hefðu enga stuðning til þess innan hans. Framganga þeirra stórskaðaði flokkinn.
Merkilegt að vitna i ummæli Steingríms í tilraun til að sýna fram á Katrín hafi gengið á bak orða sinna. Auk þess er ljóst af ummælum hans að hann er aðeins að segja sína skoðun og að ekki lá fyrir nein samþykkt í flokknum um að taka alls ekki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem sótt væri um aðild að ESB.
Sú spurning kom ekki upp í flokknum fyrr en eftir kosningar þegar ljóst varð að ekki yrði mynduð vinstri stjórn nema sótt yrði um ESB-aðild. Þrátt fyrir umsóknina var Vg enn á móti aðild og því var ekki um nein kosningasvik að ræða.
Þeir sem eru rasandi út í Vg fyrir þessi "svik" eru einkum hægri menn sem kusu Vg vegna andstöðunnar við ESB-aðild. Vg hefur engum skyldum að gegna við stuðningsmenn annarra flokka.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 16:43
Ásthildur, að sjálfsögðu kom aldrei til greina að neinn villikattanna yrði formaður Vg.
Sá sem virðir ekki lýðræðislegar niðurstöður í flokki getur auðvitað ekki orðið formaður þess flokks.
Það væri auk þess öfugsnúið að verðlauna einhvern sem hefur stórskaðað flokkinn með formannsembætti.
Villikettirnir voru fyrst og fremst lýðskrumarar sem náðu þó nokkrum árangri sem slíkir en voru í raun algjörlega óalandi og óferjandi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 16:51
Þetta með lýðræðislega niðurstöður í þessu tilfelli er í mínum augum afskaplega afstætt. Sýnir að mínu mati að það var enginn vilji hjá Steingrími og có til að hlusta á aðra í flokknum og fá lýðræðislega niðurstöðu. Hér er frekar verið að tala um skósleikjur sem hafa engan sérstakan vilja nema til að fylgja forystunni. 'Eg ber miklu meiri virðingu fyrir fólki sem ekki er tilbúið að láta af afstöðu sinni og virða kosningaloforð. Það er alveg sama hvaða orð þú notar um þetta, en ég bara hef aðra sýn á málin. Og það er einmitt þessi hroki og leiðitami sem er að fara með pólitíkina í dag. Ef til vill sem betur fer, því ungt fólk sér þetta allof vel og vill ekki taka þátt í svona vinnubrögðum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 17:52
Virða þau kosningaloforð sem gefinn voru fyrir kosningar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 17:53
Áshildur. Ég stend með þeim sem standa með sinni sannfæringu og kosningaloforðum, þrátt fyrir mótbyr. Jafnvel þótt ég sé ekki alltaf sammála þeim. Ég met heiðarleikann og staðfestuna sem dýrmætan trausts/trúverðugleika. Sama hvaða flokksfólk er um að ræða. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir mig að vera staðföst og óflokkuð í mínum prinsippum, en ég get einungis lifað rétt fyrir mig og aðra, samkvæmt mínum prinsippum og réttlætanlegu skoðunum.
Ég virði alla sem eru mér ósammála, en mér er það illmögulegt að virða þá sem eru óheiðarlegir gagnvart mér og öðrum.
Traust/trúverðugleiki/staðfesta verður aldrei raunveruleikametin, þó það sé það dýrmætasta sem til er í siðmenntuðu og mannlegu samfélagi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 22:13
Nákvæmlega Anna Sigríður vel orðað.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.5.2015 kl. 22:47
Bestu þakkir fyrir innleggin öll sömul og takk fyrir að halda þessu öllu á kurteislegu nótunum.
Það er eðilegt að skiptar skoðanir séu um frammámenn í stjórnmálum. Ég sé að sumir eru komnir í "mikla leiðtoga" gírinn.
En ég held að það sé röng nálgun, að þegar illa gengur að lausnina og leiðina úr ógöngunum sé að finna í nýjum leiðtoga.
Vissulega skiptir forystumaður miklu máli, en sterkur forystumaður nýtur sín fyrst og fremst þegar hann leiðir góðan hóp. Og einhver mikilvægasti eiginleiki forystumannsins er að halda hópnum saman. Ég sá ekki mikið af slíkum eiginleikum hjá Katrínu sem varaformanni VG. Það hefur vissulega verið auðveldara fyrir hana, sem formann í smærri flokki, en samt er varla hægt að segja að VG sé mjög heildsteyptur flokkur.
Ég er hins vegar sammála því sem kom fram að allar líkur eru á því að stjórnarandstöðuflokkar vinni í komandi kosningum. En stjórnarandstaðan er ekki ein heild.
Eins og staðan er nú, eru það fyrst og fremst Píratar sem vinna eftirtektarverða sigra í skoðanakönnunum.
Líklega væri það eitt það heimskulegasta sem þeir gætu gert nú, að spyrða sig saman við "gömlu þreyttu" flokkana. Færa þeirra þreytumerki yfir á sig. Enda voru þeir skynsamari á meðal þeirra fljótir að eyða tali um slíkt.
Merkilegt nokk, þá sýna nýjustu skoðanakannanir að eina tveggja flokka stjórnin úr þeim spilum, væru Píratar og Sjálfstæðisflokkur.
G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2015 kl. 05:19
"Auk þess er ljóst af ummælum hans að hann er aðeins að segja sína skoðun og að ekki lá fyrir nein samþykkt í flokknum um að taka alls ekki þátt í ríkisstjórnarsamstarfi þar sem sótt væri um aðild að ESB."
Það er augljóst að Ásgrímur metur formenn flokka mis-merkilega. Ekkert að marka það sem SJS sagði fyrir þarsíðustu kosningar en orð viss annars formanns annars stjórnmálaflokks fyrir þær síðustu heilög og algild stefna flokksins, skitt með samþykktir flokksins.
Ég sem var farinn að halda að það væri ekki lengur skemmtilegt að líta hér við.
ls (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 08:57
Bjarni Ben lofaði mjög afdráttarlaust þjóðaratkvæði um áframhald ESB-viðræðna. Það gerðu einnig flestir ef ekki allir þeir sem nú eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og einnig aðrir núverandi þingmenn beggja flokka.
Það hefur ekkert gerst síðar sem skýrir eð réttlætir hvers vegna ekki var staðið við loforðið sem formaður framsóknarflokksins samsinnti. Þetta voru því hreinar blekkingar settar fram til atkvæðaveiða.
Yfirlýsingar Steingríms um að ekki yrði sótt um aðild eru annars eðlis. Skýringar sem fylgdu yfirlýsingunni sýndu að her var aðeins um að ræða hans skoðun. Skoðun eins manns þó að formaður sé skuldbindur ekki flokkinn.
Það er engin ástæða til að ætla að Steingrímur hafi ekki meint það sem hann sagði enda lá þá ekki fyrir að Vg varð að samþykkja umsókn svo að hægt væri að mynda vinstri stjórn og koma í veg fyrir stjórn með hrunflokkunum innanborðs.
Þegar samsteypustjórnir eru myndaðar er nauðsynlegt að miðla málum og gefa eftir einhver af stefnumálum flokkanna. Stundum nást mál heldur ekki fram vegna tímaskorts eða vegna þess að einstakir þingmenn hlaupa út undan sér.
Það er hins vegar einsdæmi að flokkar sem mynda ríkisstjórn ákveði báðir eftir kosningar að standa ekki við mikilvægt loforð sem þeir hafa báðir gefið fyrir kosningar. Þess vegna er þetta spilltasta ríkisstjórn allra tíma.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 10:13
:-D :-D
ls (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 10:31
Ásthildur og Anna Sigríður, það er auðvitað gott og blessað að standa með sinni sannfæringu. En það breytir ekki því að menn verða að sætta sig við lýðræðislega niðurstöðu í flokksstarfi. Ef þeir geta það ekki ber þeim að segja sig úr flokknum.
Stjórnmál byggjast á málamiðlunum. þeir sem geta ekki sætt sig við slík vinnubrögð eiga ekkert erindi í stjórnmál enda væru þeir þar dæmdir til ævarandi áhrifaleysis nema um sé að ræða flokk sem er með meirihluta á þingi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 10:39
Ásmundur alþingismenn sverja eið um að fylgja sinni sannfæringu, með því að brjóta þann eið eru þeir ekki lengur trúverðugir. Sérstaklega þegar sumir þessara einstaklinga vissu ekki einu sinni af plottinu hans SJS og Jóhönnu meðan á kosningaundirbúningnum stóð.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2015 kl. 10:53
Ásthildur, ef það samræmist ekki sannfæringu stjórnmálmanna að miðla málum eða virða niðurstöður í samvinnu við aðra flokka ber þeim að segja af sér.
Með því að halda áfram og berjast gegn meirihlutanum í flokknum valda þeir fylgistapi hans og fylgisaukningu annarra flokka.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 13:06
Í tilfelli Vinstri grænna voru það einmitt forystan sem olli fylgistapi en ekki fólkið sem ákvað að yfirgefa frekar flokkinn en að vinna að málefnum sem þeim var á móti skapi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2015 kl. 13:53
Nei Ásthildur, þau yfirgáfu ekki flokkinn fyrr en tiltölulega seint á kjörtímabilinu. Þá höfðu þau í nokkur misseri verið í flokknum en þó í raun í stjórnarandstöðu.
Eftir að þau yfirgáfu flokkinn splundraðist hópurinn. Flest þeirra hrökkluðust svo úr pólitík eftir að hafa reynt fyrir sér í öðrum flokkum. Það sýnir hve lítils trausts þau nutu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 17:44
Sýnir mér bara að þau reyndu þó að vinna að því sem þau voru kosin til að gera. En afsakaðu Ásmundur minn ég hef hvorki tíma né nennu til að ræða við fólk sem er algjörlega klappað í stein. Þetta eru ekki lengur umræður þetta er þras. Eigðu góðan dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2015 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.