Kjarnorkukraftur í Ontario?

Ontariofylki hyggst endurbæta eldri kjarnorkuver sín og byggja í það minnsta eitt nýtt, ef marka má þær fregnir sem Toronto Star færir lesendum sínum i dag.  Blaðið telur sig hafa eftir áreiðanlegum heimildum að þessu hafi forsætisráðherra fylkisins,  Dalton McGuinty (Frjálslynda flokknum eða Liberal Party) lýst yfir á fundi hjá Bilderberg hópnum síðastliðinn laugardag.

Eins nærri má geta eru skiptar skoðanir um kjarnorku hér í Ontario sem svo víða annarsstaðar.  Að sama skapi hafa íbúar hér áhyggjur af loftmengun (smog) og var eitt af kosningaloforðum McGuinty´s, þegar hann var kjörinn árið 2003, að loka nokkrum af kolaorkuverum sem hér eru í gangi.  Loforð sem ekki hefur verið hægt að standa við.

En það er eðlilegt að kjarnorkan komi sterklega til greina.  Þegar hugsað er til þrýstings á lokun kolaorkuver, og "blakkátið" sumarið 2003 sem er Ontariobúum enn í fersku minni (er af mörgum talið hafa haft mikil áhrif á kosningarnar um haustið), er eðlilegt að spurt sé hvað eigi til bragðs að taka, hverjir eru möguleikarnir?

Vind og sólarorka eru ekki taldir raunhæfir möguleikar til að fullnægja þörfinni enn um sinn að minnsta kosti (vandinn eykst svo þegar barist er harkalega á móti vindorku, þegar hún telst sjónmengun eins og ég bloggaði um fyrir nokkrum vikum) og kolaverin eru ekki vinsæl.  Ontariofylki á ekki möguleika á mikilli vatnsorku, því hlýtur að teljast eðlilegt að augu ráðamanna beinist að kjarnorku.  Það er ekki óðeðliegt að þetta eigi eftir að verða fyrirferðarmikið í umræðunni í kosningunum árið 2007, en McGuinty segist ekki vera hræddur við það.  Ég hef heldur enga trú á því að það sé ástæða til, en þó gæti það sent nægilega marga kjósendur yfir á NDP (Nýi lýðræðisflokkurinn, eða New Democratic Party), til að frambjóðandi Íhaldsflokksins (The Ontario PC Party) John Tory ætti möguleika á að fella McGuinty.

Þetta er þróun sem ég tel að við eigum eftir að sjá víða í hinum vestræna heimi á næstu árum, kjarnorkan á eftir að koma æ sterkar inn í umræðuna.  Ef ekki verða stór stökk fram á við í orkuöflun, munu æ fleiri kjarnorkuver verða byggð.  Orkuþörfin mun ekki dragast saman, svo mikið er víst.

Sjá fréttir Toronto Star, hér og hér.

Ræðandi um umhverfismál, sem eru að sjálfsögðu mikið í umræðunni hér sem annarsstaðar.  Þá er rétt að minnast á að nú eru sveitarfélög að leita lausna varðandi sorpmál, en stærstur partur af sorpi Ontaribúa er fluttur yfir landamærin og urðað í Michigan (já, það er staðreynd að Bandaríkin taka við gríðarmiklu magni af sorpi frá Kanada).  Nú talið að sorpbrennsla sé eina raunhæfa framtíðarlausnin, þó að hún sé mun dýrari.  Möguleikar til orkuframleiðslu með brunanum mun þó minnka muninn, og svo er að sjálfsögðu bundnar vonir við aukna endurvinnslu.

En Toronto Star var einnig með frétt um þetta í dag.

Bæti hér við tengli á nýja frétt í Globe and Mail.  Ekki mikið nýtt, en gott að hafa fréttir sem víðast að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband