30.4.2015 | 06:51
Ekki hinn stóri eða endanlegi dómur, en ....
Það er auðvitað svo að skoðanakannanir eru ekki hinn stóri eða endanlegi dómur. Hvorki um heiðarleika stjórnmálamanna, fylgi flokka eða nokkuð annað.
Það eru kosningar.
En það gerir það ekki að verkum að rétt sé að líta fram hjá þeim, eða hundsa þær.
Þær gefa vísbendingu um stöðuna og hvernig upplifun svarenda er. Sem aftur gefur all góða vísbendingu um viðhorf almennings.
Hvernig stjórnmálamennirnir koma þeim fyrir sjónir og ef til vill ekki hvað síst hvaða mynd er dregin upp af þeim í fjölmiðlum.
Og það er öllum stjórnmálamönnum hollt að velta því fyrir sér hvernig stendur á því að upplifun kjósenda af þeim er eins og fram kemur, eða ástæðunni fyrir því að að "mynd" þeirra í fjölmiðlum er eins og raun ber vitni.
Það má líklega endalaust deila um hvort að þetta sé allt rétt eða rangt, hvort að umfjöllun sé óeðlileg, ósanngjörn eða byggi meira á neikvæðum atriðum en þeim jákvæðu.
En hún er samt sem áður staðreynd sem stjórnmálamenn verða að lifa með og skiptir máli.
Að hluta til er þetta nokkuð alþjóðleg þróun, almenningur víðast hvar virðist hafa minna álit og minni þolinmæði gagnvart stjórnmálamönnum. Ekki hvað síst þeim sem oft eru kallaðir "hefðbundnir".
Bjarni tekur upp hanskann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.