Eru Danskir Sósíaldemókratar orðnir "öfgaflokkur"?

Þessi frétt á vef RUV vakti athygli mína. Þar segir að spennan í Dönskum stjórnmálum fari vaxandi, vegna þess að stjórnarflokkurinn, Sósíaldemókratar hafi unnið á í skoðanakönnunum.

Í fréttinni segir orðrétt:

Á þessu er aðeins ein skýring, segja danskir stjórnmálaskýrendur: Afgerandi og umdeild hægribeygja Helle Thorning Schmidt í málefnum innflytjenda. Á einum mánuði hefur flokkur hennar, Sósíaldemókratar, bætt við sig hálfu þriðja prósenti, fer úr tæpu 21% í 24,4%. Það nálgast að vera sama fylgi og flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Á sama tíma hefur Danski þjóðarflokkurinn, sem hvað harðast hamast á innflytjendum í Danaveldi, tapað 4,5% fylgi milli kannanna, fer úr 21,7% niður í 17,2%. Þetta telja fróðir menn enga tilviljun, og ef til vill má orða það þannig, að það séu ekki kjósendur sem hafa sveiflast til vinstri milli kannanna, heldur sósíaldemókratar sem hafa sveiflast til hægri. Það er hins vegar rétt að hafa í huga, að þetta er engu að síður töluvert meira fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 2011, þegar rúm 12% kjósenda greiddu honum atkvæði sitt.

Sem sé, Danskir Sósíaldemókratar eru að vinna á með harðari afstöðu sinni til innflytjenda.

Þetta rímar nokkuð við frétt sem birtist á Eyjunni fyrir rúmri viku, sem fjallaði um sama efni.

Sumir í Danmörku hafa ásakað Sósíaldemókrata um að sigla á "popuísk" mið og tala niður til innflytjenda og flóttamanna.

Aðrir segja að það sé orðin viðtekin skoðun í Danmörku að herða þurfi innflytjendalöggjöfina, og setja hælisleitendum þrengri skorður.

En á undanförnum mánuðum hefur umræða um "öfga" og "populíska" flokka verið vaxandi, ekki síst í Íslenskum fjölmiðlum og hefur RUV þar að mínu mati farið framarlega.

Skyldu áhorfendur, hlustendur og lesendur RUV, mega eiga von á því að Danskir Sósíaldemókratar verði hér eftir flokkaður sem "öfga" eða "popúlískur" flokkur?

Eða er það aðein gert með forskeytinu "hægri"?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband