Eitt í dag og annað á morgun og engin "olíumálaráðherra"?

Það er nokkuð merkileg ályktun á nýafstöðnum landsfundi Samfylkingarinnar, um að engin olíuvinnsla verði á Íslenskum hafsvæðum.

Og nú tekur VG undir slíkan málflutning.

Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að það var í tíð ríkisstjórnar þessara flokka, sem leyfi til olíuleitar voru útgefin, og mikið gert úr málinu.

"Olíumálaráðherra" Samfylkingarinnar talaði fjálglega um þau auðæfi sem líklega yrðu Íslendinga. Þá var talað um að olíuvinnsla myndi gera Ísland að auðugasta ríki í heimi.

En skjótt skipast veður í lofti, enginn talar nú um að gera Ísland að auðugasta ríki í heimi, ekki aðein hefur olía snarlækkað í verði, heldur vilja nú í það minnsta 2. stjórnmálaflokkar að olían verði látin liggja ónýtt.

En þó að vissulega megi segja að það sé eðlilegt að stjórnmálaflokkar skipti um áherslur og skoðanir, er þó rétt að segja að æskilegt er að nokkur staðfesta ríki í stefnunni, og ekki sé kúvendt á stuttum tíma.

Það hlýtur til dæmis að vekja upp spurningar, um hvort Íslenska ríkið geti orðið skaðabótaskylt, ef seinni tíma ríkisstjórnir með SF og VG innanborðs ákveða að banna nýtingu olíulinda, eða afturkalla öll leyfi til leitar.

Þó að leit hafi ekki verið með þeim krafti sem vonast var eftir, hafa fyrirtæki líklega þegar fjárfest all nokkrar fjárhæðir í undirbúngi til leitar.

Enda er það ljóst að ekki er almennt reiknað með að stjórnvöld séu í "gríngírnum" þegar leyfum til olíuleitar er úthlutað.

 

 

 

 


mbl.is VG vill líka hverfa frá olíuáformum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Utan efnis þá er hér plagg um gang viðræðna og þróun.

http://eu.mfa.is/documents/

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 10:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef ég man rétt þá er enginn samningur um olíuleit í gangi. Minnir að sá sem var í gangi hafi verið dreginn til baka um mitt ár í fyrra, svo þetta er enn eitt non issue-ið enn.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 16:03

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ekkert að gerast og bara beðið eftir losun hafta. Það er gott að kronan er sæmilega styrk svo hún má falla talsvert miðað við lágt gengi í evropu.

Málefnafátæktin er alger og helst verið að reyna skemmdarverk og grafa undan stjórninni í fjömiðlum með móðursýkislegum upphlaupum um ekki neitt.

Það er skiljanlega taugatitringur yfir því að stjórnin er að standa við öll stefnumál sín þrátt fyrir mótbyr. Það verður að reyna að skemma það með öllum ráðum.

Umsóknarmálið er dæmi um tvöfeldnina, þegar 16. Stjórnarskrárinnar var brotin strax í upphafi til að troða málinu áfram með hótunum og hrókeringum í þingsal.

Nú lætur réttlætisflugan hún Birgitta hátt um rétt til þjóðaratkvæða þótt hún og kollegar hennar hafi greitt nei við tillögu um þjóðaratkvæði fyrir umsókn.

Hrópað var á leiðréttingu lána í upphafi kjörtímabils og þegar farið var í það þá fundu menn allt því til foráttu og reyndu að eyðileggja málið.

Óttinn er mestur við árangur stjórnarinnar, vonin liggur til mistaka. Þannig er þessi fáránlega pólitík sem rekin er hér af vinstriflokkunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 16:13

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jóns Steinar.  Þakka þér fyrir þetta. Ef ég man rétt, en ætla þó ekki að fullyrða um það, þetta er ekki eitt af þeim málum sem ég fylgist svo gjörla með, eru tvö af þremur sérleyfum enn í gildi, en einu var skilað inn.

Hversu mikið hefur verið gert, þekki ég ekki til hlýtar heldur, og vissulega er það svo að olíuverð nú, hvetur engan til dáða í þessum efnum.

En hins vegar er það ljóst, að það er fljótt að koma í upphæðir í þessum geira.

G. Tómas Gunnarsson, 25.3.2015 kl. 17:26

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Olíuákvæðið" í ályktun Sf byggðist á því að fyrstur flokka fór Samfó út í ítarlegar rannsóknir á málinu, sem í raun hefur ekki verð rætt neitt hér á landi miðað við stærð og eðli málsins.

Haldin var afar fróðlegt málþing um það síðastliðið haust þar sem fengnir voru margir helstu sérfræðingar okkar á þeim sviðum sem snerta þetta mál. 

Þessu var fylgt eftir með fundi á landsfundinum þar sem tveir sérfræðingar fóru að nýju yfir málið. 

Eftir þessa vinnu blasti við að ákvarðanir fyrri ára höfðu annars vegar verið byggðar á yfirborðslegri þekkingu, og hins vegar eru nú komnar fram margar nýjar staðreyndir og upplýsingar sem setja málið í alveg nýtt ljós.  

Ómar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 19:17

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var prívatævintýri Össurar og tengist vafasamri starfsemi hins vafasama Halldórs Jóhannsonar hjá teikn á lofti, en hann var tengiliður Nupo í jarðakaupum og ötull í platfyrirtæki sínu sem sneri að opnun norðursiglingakeiðar og því að setja inn í skipulag á langanesi og víðar stórskipahafnir fyrir hugsanlega draumóra um þjónustu við hugsanlega skipatraffík og hugsanlega olíuvinnslu.

Þetta var allt saman spuni í höfði Halldórs sem átti sér engan grunn og hann spilaði Össur og fleiri kjána upp úr skónum í einhverri vitforrtri von um að hnatthlýnun myndi færa þeim ómældan auð og frama, auk vinfengis við Kínverska kommúnistaflokkinn í kaupbæti.

You could not make this up, eins og sagt er.

Mæli með að menn fletti þessum snillingi upp til að sjá hverslags félagskap utanríkisráðherrann var í.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2015 kl. 21:16

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ómar Þakka þér fyrir þetta. Ekki veit ég hvað rætt var á málþingum Samfylkingarinnar eða landsfundi.

En hitt hlýtur að vera ljóst að það að láta olíu liggja þarna ef hún er til staðar, breytir litlu í stóra samhenginu, ef svo má að orði komast.

Hitt er svo allt annað mál að eins og staðan er í dag, er varla eftirsóknrvert að sækja olíuna, þó væri. Það er líka sjálfsagt að gæta fyllstu varúðar við rannsóknir og vinnslu.

En tækninni fleygir fram, jafnt og þétt og nú þegar eru olía sótt norðar en þar sem hugsanlegt olíusvæði Íslendinga er. Olía sem er jafnvel notuð á Íslandi, án þess að hún sé yfirleitt sértaklega upprunamerkt.

@Jón Steinar Þakka þér fyrir þetta Ég þekki þetta dæmi ekki mikið, og ekkert til þessa Halldórs, en var dæmi ekki meira tengt Nubo og svo aftur stórskipahöfninni, en olíuævintýrinu hans Össurar?

En það eru mörg "gullæðin" sem Össur hefur blásið upp, t.d. var hann ekki lengi að tala sig upp í hundruði milljarða í "Íslensku orkuútrásinni".

Og auðvitað er kapp best með forsjá, í þessu eins og öðru og best að fara hægar yfir. Persónulega finnst mér þó engin ástæða til að "loka" á olíuna, ef einhver vill leita að henni fyrir eigin reikning.

En ég hef bloggað stuttlega um skyld efni áður:

http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1540859/

http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1588812/

G. Tómas Gunnarsson, 26.3.2015 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband