15.3.2015 | 20:18
Píratar flaggskip stjórnarandstöđunnar?
Hún er býsna merkileg skođanakönnunin sem birtist í Fréttablađinu fyrir helgi. Ţar eru Píratar orđinn annar stćrsti flokkurinn og stćrstur stjórnarandstöđuflokkanna.
Auđvitađ ber ađ taka könnunum sem ţessari međ varúđ, og "spotkönnun" sem ţessa er varasamt ađ bera saman viđ kannanir eins og t.d. hjá Capacent sem eru teknar yfir lengri tíma.
En ţrátt fyrir ţađ er flest sem bendir til ţess ađ Píratar séu ađ "trenda" núna. Ađ ţeir séu einfaldlega í stórsókn, og ađ ţeir geti hćglega orđiđ stćrsti stjórnarandstöđuflokkurinn. Og ţar međ í lykilstöđu eftir kosningar.
En ţađ er rétt ađ hafa í huga ađ slík stađa hefur oft sést hjá nýlegum stjórnarandstöđuflokkum um mitt kjörtímabil, en ekki skilađ sér í kosningum.
Vissulega myndi niđurstađa eins og ţessi gefa möguleika á tveggja flokka stjórn Sjálfstćđisflokks og Pírata, en sú stjórn yrđi veik og mjög ólíkleg. Nćsta víst ađ Sjálfstćđisflokkurinn myndi ekki treysta á slíka stjórn.
En hitt vćri líklegra ađ "Reykjavíkurmynstur" yrđi ofan á, ef úrslitin yrđu eins og í ţessari könnun.
Ţá yrđi myndum ríkisstjórn Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíđar og VG.
Og yrđi ţá ekki forsćtisráđherra Birgitta Jónsdóttir, reynslumesti ţingmađur Pírata? (Ađ ţví gefnu ađ hún verđi í frambođi í nćstu kosningum).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ţett fylgi ađ mestu hjá ţeim sem mest tuđa og nöldra
en nenna svo ekki á kjörstađ til ađ kjósa?
Grímur (IP-tala skráđ) 16.3.2015 kl. 19:34
@Grímur Ţakka ţér fyrir. Ég held ađ ţađ sé rétt hjá ţér ađ Píratar hafa átt í nokkrum erfiđleikum međ ađ "mobilisera" sitt fólk og drífa ţađ á kjörstađ. Ţađ ber einnig ađ hafa í huga ađ ţađ er ekki óţekkt ađ nýlegir flokkar skori hátt á miđju kjörtímabili, eđ jafnvel síđar, en nái ekki ađ halda dampi fram ađ kosningum.
Ţess vegna held ég ađ ţađ sé ólíklegt ađ ţeir sigli svo greiđan byr í kosningum, en ég hef fulla trú á ţví ađ ţeir vinni verulega á, ef ţeir halda rétt á spöđunum.
Á góđum degi gćtu ţeir hćglega orđiđ nćst stćrsti flokurinn, en enn er langt til kosninga.
G. Tómas Gunnarsson, 16.3.2015 kl. 21:00
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.