Fram á mánudag eða miðjan júni?

Nokkurs konar málamiðlun náðist, eins og áður. Báðir aðilar gáfu eftir, þó sýnist mér að Grikkir hafi þurft að hopa meir.

En það er ekki óeðlilegt í sjálfu sér. Þó að sjálfsagt sé að virða "Grískt lýðræði" geta þeir ekki krafist þess að aðrir borgi kostnaðinn við það.

En það er ekki eins og "Sambandið" og Eurosvæðið sé saklaust í þessum efnum heldur.

Til þess að bjarga sjálfu sér, samþykktu þeir björgunaraðgerðir fyrir Grikkland árið 2010, sem engin von var til þess að Grikkir gætu staðið undir.

Grikkland hefði með réttu átt að "verða gjaldþrota" þá. En Euroríki verða ekki gjaldþrota, eða hvað? Þau eru bara hengd í skuldaklafa.

En "samkomulagið" sem náðist á föstudag, er engin lausn á vanda Grikklands, né Eurokreppunni.

Í raun er það aðein frestun fram á mánudagskvöld, en það er sá frestur sem Grikkjum var gefin til að leggja fram "umbótatillögur" sínar.

Verði þær samþykktar, eru að heldur engin lausn á skuldavanda Grikkja, heldur aðeins samkomulag um að fresta því að "díla" við hann í fjóra mánuði, eða fram í miðjan júni.

En það vill svo til að í júli gjaldfalla stórar afborganir hjá Grikklandi, sem líklegt er að þeir muni eiga í erfiðleikum með. Það er því líklega hæfileg svipa á þá, að haga sér vel

Og þannig gengur það, "dósinni" er sparkað fram veginn, eins og henni hefur verið gert undanfarin 6 ár. Ef til vill gengur það upp, ef til vill ekki.

Ef ekki, þá eru það alltaf neyðarfundir sem má halda, eins og gert hefur verið undanfarin 6 ár. Og alltaf leysist kreppan, en meira að segja Össur Skarphéðinsson er búinn að gefast upp á því að segja að euroið snúi til baka sterkara en áður.

Það hefur það enda ekki gert.

Eurosvæðið hefur verið í vaxandi erfiðleikum, verðhjöðnum nær tökum á æ fleiri þjóðum svæðisins og þegar hefur verið tilkynnt að gripið verði til umfangsmikillar peningaprentunar.

Það hefur þegar valdið verulegu gengissigi, sem vissuleg kemur til með að hjálpa mörgum ríkjum Eurosvæðisins, en undirstrikar einnig hve misjafnlega ríkin eru á vegi stödd, enda hafa sum þeirra lítið sem ekkert með slíka örvun að gera.

 

 


mbl.is Þurfa að skila tillögum á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Grikkir  hafa lengi verið til og þeir hafa lifað af margann yfirgang.  Það voru ekki þeir sem fundu upp Evrópusamband, það voru einhverjir aðrir sem grautuðu því saman sér til hagsbóta en ljóslega ekki Grikkjum.  Það liggur því ekki alveg á tæru að allar sakir séu þeirra.     

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2015 kl. 07:37

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Takk fyrir þetta. Í stöðu sem þessari er aldrei hægt að setja sök á, eða kenna öðrum aðilanum alfarið um.

En það verður samt ekki hjá því komist að gera sér grein fyrir því að Grikkir hafa sjálfir komið sér í þessa stöðu.

Eins og ég hef oft sagt áður, er auðveldara að koma sér í slíka stöðu en úr. Það vert fyrir Íslendinga að hafa í huga.

En það er líka ljóst, að ef ríki ætla að starfa saman, eða vera í "Sambandi", svo ekki sé minnst á ef þau ætla að deila gjaldmiðli, þurfa verulegar tilslakanir að koma til sögunnar, og raunar má halda því fram að stóraukinn samruni þurfi til að dæmið gangi upp.

En fyrir því er enginn vilji.

Hvað er þá til ráða?

En Grikkir ákváðu sjálfir að ganga í "Sambandið" og taka upp euroið. Þeir ákváðu sjálfir að taka lán, þó að til að ábyrgðarlausar lántökur séu mögulegar, þurfi yfirleitt ábyrgðarlausa lánveitendur, þá fríar það Grikki ekki ábyrgð.

En í raun voru Grikkir gjaldþrota árið 2010 (ef ekki fyrr) þá var ákveðið að lána þeim fé til borga skuldir sínar (þó var klippti af).

Flestir gerðu sér þó grein fyrir því að það var aðeins lenging, og ekki lausn.

Og lausnin lætur enn bíða eftir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2015 kl. 08:40

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var mér þörf messa Gunnar Tómasson og þakka þér fyrir. 

En hvernig sem við horfum á þetta, að þá eru öðrumegin við þetta borð Grikkir en hinumegin er allt vald og vit Evrópu.  Það er því ekkert undarlegt þó þeir hafi heillast til að taka þann slag að vera með í dýrðinni. 

Mér skilst að hérlendis hafi vinsældir þessa kjánaskapar náð  47 % og jafnvel nokkuð betur þannig að við skulum dæma Grikki varlega. 

 

Borgunar menn axarskafta hljóta alltaf að vera smiðir tjónsins.  Við ærlegir leggjum það ekki fyrir okkur að plata einfalda heldur leiðbeina.          

Hrólfur Þ Hraundal, 23.2.2015 kl. 12:01

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Hrólfur Takk fyrir þetta.  Ég kann nú alla jafna betur við að vera nefndur Tómas Gunnarsson, en Gunnar Tómasson, en ég er þó maður ekki uppstökkur eða langrækinn, og mun ekki erfa þetta við þig.  :-)

En það er því miður í eðli margra, og ótrúlega útbreitt að trúa á "töfralausnir". Þær gjarna hljóma vel, þó að reynslan sé yfirleitt öllu síðri.

Þegar lofað er að njóta skuli lífskjara með því sem best gerist í Evrópu, án þess að nokkuð þurfi á sig að leggja, hljómar það vissulega freystandi.

"Allt fyrir ekkert", er slogan sem Íslendingar þekkja vel, þegar "selja" þarf samninga við "Sambandið". 

Reyndist það svo vera?

Er ennþá talað á þann veg í dag?

G. Tómas Gunnarsson, 23.2.2015 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband