7.6.2006 | 17:37
Stjórnarandstaðan fattaði ekki að það var verið að greiða atkvæði
Fjárlagafrumvörp eru yfirleitt talin með mikilvægari frumvörpum. Það hefur því vakið nokkra athygli að stjórnarandstaðan hér virðist hafa verið það "sofandi" að þeir hreinlega uppgötvuðu ekki að verið var að greiða atkvæði um fyrsta fjárlagafrumvarp minnihlutastjórnar íhaldsmanna.
Auðvitað breytir þetta engu, búið að var að ná meirihluta fyrir frumvarpið, og hér tíðkast ekki að beita "munnlegu ofbeldi" til þess að hindra að frumvörp verði að lögum, alla vegna hef ég ekki heyrt um það.
En þetta er dulítið skondið, og svolítið vandræðalegt fyrir stjórnarandstöðuna, en kemur líklega ekki fyrir þá aftur. En frumvarpið telst formlega samþykkt af öllum flokkum.
En hér eru fréttir National Post og Globe and Mail um þetta.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.