Gjaldmiðlastríðið: Grípa Danir til gjaldeyrishafta?

Það vill engin þjóð hafa sterkan gjaldmiðil þessa dagana. Frekar keppast þjóðir við að lækka gengi gjaldmiðla sinna, til að auka samkeppnishæfi útflutningsgreina.

Ein af þeim þjóðum sem hafa átt í vandræðum með að halda aftur af styrkingu gjaldmiðils síns, þegar fjárfestar hafa leitað skjóls frá euroinu, er Danmörk.

Mikill þrýstingur myndaðist á Dönsku krónunar, og virtust margir vilja veðja á að Danski seðlabankinn gæti ekki varið festingu krónunnar við euroið.

En nú hafa Danir ymprað á því að nota, það sem stundum hefur verið kallað ígildi kjarnorkusprengjunnar í gjaldmiðlastríðum.

Gjaldeyrishöft.

euroDKK 2014 2015Það var ekki að sökum að spyrja, gengi Dönsku krónunnar féll skarpt.

Það gerir það í sjálfu sér mjög ólíklegt að Danir þurfi að grípa til gjaldeyrishafta. Ógnin ein virðist hafa dugað.

En það sýnir hvað "spennan" á gjaldeyrismörkuðum er mikil. Og hve lítið þarf til að hún bresti.

En það sýnir líka hvað flóttinn úr euroinu setur mikinn þrýsting á aðrar þjóðir.

Athugið að línuritið sýnir hreyfingar yfir gjaldmiðil, sem er "fasttengdur" hinum.

P.S. Það er verulega ótrúlegt að mínu mati, að Danir grípi til gjaldeyrishafta, en það hefur þó verið talið nauðsynlegt að láta markaði vita, að þeir hugleiddu þann möguleika.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hverjum skyldu nú frændur vorir Danir eiga það helst að þakka að fjárfestar telja sig vita að gjaldeyrishöft séu raunhæfur möguleiki á evrópska efnahagssvæðinu. svo að þeim dugar nú ógnunin ein? ;-) 

Undarlegt hve lítið heyrist af norsku krónunni!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 21.2.2015 kl. 02:40

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Bjarni Gunnlaugur Þó að margir myndu líklega vilja svara "Íslendingum" hér, þá myndi ég ekki telja það alls kostar rétt.

Líklegra er að Kýpur hafi hér meira að segja, enda sýnir Kýpur að "Sambandslönd" þurfa og munu grípa til gjaldeyrishafta, sem var þó einnig þar "lögeyrishöft", ef svo má að orði komast.

G. Tómas Gunnarsson, 21.2.2015 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband