7.6.2006 | 14:30
Að eima upp verðið?
Er þetta ekki til fyrirmyndar? Af hverju eru landbúnaðarafurðir til vandræða í svona mörgum löndum? Hvers vegna virðast stjórnvöld hafa svona miklar áhyggjur af því að landbúnaðarframleiðsla lúti markaðslögmálum?
Ekki þar fyrir að ég hef verið að drekka þó nokkuð af ljómandi ítölskum rauðvínum undanfarnar vikur, en þau hafa einmitt verið á frekar góðu verði hér undanfarið. Líklega er það að taka enda eða hvað?
En þessa 1.5 milljón hektólítra af frönsku gæðavíni hefði ég gjarna viljað sjá á niðursettu verði í áfengisverslunum nálægt mér.
En hvernig er það, er ekki eitthvað batterí sem hefur fylgst með samkeppni innan ESB og látið í sér heyra þegar skortur hefur verið talinn á henni? En líklega fylgjast þeir ekki með bændum og hinu opinbera.
Eima á milljónir hektólítra af frönsku og ítölsku víni vegna offramboðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aldrei hef ég slíkum happadrætti landað, að kaupa "utan kvóta" tunnu af víni.En það er auðvitað staðreynd að alls staðar þar sem er kvóti, eiga sér stað "utan kvóta" viðskipti. Íslendingar ættu flestir að kannast við það.
Hinu man ég þó eftir, á meðan ég bjó í Frakklandi, að það var hægt á stöku stað, að koma með tóma flösku og fá hana fyllta.
En vínið og verðið er á meðal ljúfustu minninga þaðan.
G. Tómas Gunnarsson, 7.6.2006 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.