Hið ljúfa, en rólega líf....

Það er ekki hægt að segja annað en að við lifum ljúfa lífinu.  Ekki svo að skilja að lífið sé eitt samfellt samkvæmi, en ljúft er það.  Jafnvel þó að heilsan sé ekki upp á það besta, er ekki hægt að kvarta.  Þegar hitinn er mikill, og maður fer inn og út úr loftkælingu, er hætta á sumarkvefi.  Foringinn hefur líka verið með ofurlítið nefrennsli, en er að vinna sig út úr því.

Við keyptum handa honum hjálm um helgina, nú er hann á hjólinu, stoltur með hjálminn, en á þó eftir að ná góðu valdi á því enn.  Við fórum út í garð og grilluðum fyrr í kvöld, hann hjólaði í hringi í garðinum, á meðan ég BBQaði svínarif.  Klassamatur, ég reyndar man þá tíð að svínarif voru ekki seld á Íslandi, heldur var þetta svona "afgangur" sem starfsfólk kjötvinnsla skipti á milli sín, já það hefur ýmislegt breyst í tímans rás.  Það hefur samt ekkert breyst að mér finnst rif ákaflega góð, og foringinn tók sömuleiðis vel til matar síns.

En svona rétt eins ég átti von á gerðist ekkert sérstakt í dag, á þessum "degi dýrsins".  Reyndar sá ég einhverjar grein um daginn, þar sem talað var um að "666" væri á misskilning byggt, þegar rýnt væri í gamla texta, þá kæmi í ljós að "tala dýrsins" væri "616", en ég skipti mér nú ekki af þessum ágreiningi.

Það er orðið frekar heitt hérna, og fer líklega hlýnandi.  Spáð er afar heitu sumri, vonandi þó ekki eins heitu og síðasta sumar, en það er ekki gott að segja.  En þetta er erfiður tími, og ekki hægt að fara víða, nema þá að bjóða býsna mörgum flugum í mat, en það er ekki auðvelt fyrir mig, ég tek því að öllu jöfnu ekki mjög vel að vera snæddur, bólgna upp og hlýt af því mikil óþægindi.

En það styttist í 17. júni, þá verður samkoma hér í High Park, grillað og sitthvað gert til gamans.  Svo er heldur ekki langt í það að við fáum húsið okkar afhent, ca. 3. vikur núna.  Líklega verð ég að fara að pakka á fulllu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband