Money for nothing.... og ókeypis dót....

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að vilja mikið fyrir lítið. Ég vil það til dæmis oftast nær þegar ég er að kaupa eitthvað. En ofter en ekki verð ég að sætt mig við það sem getust sanngjarnt.

Stundum eitthvað sem getur þó varla talist það.

Þegar "ósanngjörn" viðskipti eiga sér stað, er það oftar en ekki vegna þess að ríkisvaldið hefur vélað þar um.

En að "fá meira" og greiða minni skatta er eðlileg afleiðing af því hvernig stór hluti stjórnmálamanna talar.

Og afleiðing af þvi tali og og þeim loforðum, er sívaxandi skuldir opinberra aðila víða um lönd.

Það að "fá meira" er velt yfir á afkomendurna, börnin, barnabörnin, og líklega barnabarnabörnin, ef ekki kynslóðirnar á eftir þeim, því slíkar eru skuldirnar orðnar víða.

Og vitanlega munu þær kynslóðir vilja velta "boltanum" áfram, og færa skuldirnar þær kynslóðir sem þar á eftir koma.

Og svona gengur það. Og lausninar eru að taka frkari lán og prenta vænar upphæðir af peningum, því það er jú það sem öllum vantar.

Og í næstu kosningum verður boðið upp á meira "ókeypis" og lægri skatta.

 

 

 


mbl.is Íslendingar vilja mikið fyrir lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En velta kynslóðirnar alltaf skuldunum áfram? Hér er lítið dæmi. Þegar verðbólga var mikil og námslán óverðtryggð brunnu þau upp í verðbólgubálinu. Menn borguðu bara brot af raunvirði til baka. En kynslóð stjórnmálamanna sem höfðu fengið þennan góða díl, komu svo á verðtryggðum námslánum og bættu við þrjú prósent vöxtum. Það er auðvitað betra fyrir ríkissjóð.

Svo hafa gjöld sem sjúklingar borga aukist, ekki satt?

Wilhelm Emilsson, 13.2.2015 kl. 06:04

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Vilhelm Sem betur fer er það ekki alveg einhlýtt. Ég var nú ekki að tala um að einstaklingar gerðu slíkt, heldur fyrst og fremst hið opinbera.

Og þar er það heldur ekki alveg einhlýtt, þó algengt sé.

En ef litið er til fjárhagsstöðu ríkja almennt, er ekki algengt að hún hafi farið minnkandi.

Mörg ríki hafa stöðugt aukið þær fjárhæðir sem þau hafa tekið að láni. Besta dæmið um slíkt er líklega Frakkland, sem hefur ekki skilað fjárlögum í jafnvægi síðan 1972 eða 3.

Þarf ef til vill ekki að koma neinum á óvart að nú hrikti þar í ríkiskassanum og kerfinu.

Sem betur fer stendur þetta til bóta hjá Íslenska ríkinu og jafnvel einhverjum sveitarfélögum, en fjármál sveitarfélaga er annar hlutur sem margir gefa lítinn gaum.

En einstaklingar velta yfirleitt ekki vandanum á komandi kynslóðir, heldur er mjög ríkt í þeim að skilja eitthvað eftir í sjóðum handa þeim.

G. Tómas Gunnarsson, 13.2.2015 kl. 06:11

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Tómas. Já, ég skil alveg hvað þú ert að fara. Skuldir Bandaríkjanna eru til dæmis stjarnfræðilegar!

Wilhelm Emilsson, 13.2.2015 kl. 06:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband