Að semja við glæpamenn? Tvöfallt siðgæði? Óhefðbundin barátta?

Það er alveg rétt sem kemur fram í fréttinni, að það að kaupa hugsanlega þjófstolin gögn, af einstaklingi sem vill fá greitt "svart", hlýtur að vekja upp spurningar varðandi tvöfallt siðgæði og lagalegar hliðar.

Spurningin um hvort hægt sé að staðfesta gögnin og gera þau gildandi fyrir dómi, er að mínu mati einnig fullgild.

Það er því þarft að hið opinbera reyni að smíða einhvern lagaramma utan um gjörning sem þennan.

En það er ekkert nýtt að ákæruvald semji við "glæpamenn" og þeir fái vægari refsingu, eða hana niðurfellda fyrir upplýsingar um glæpi sem hafa verið framdir.

Jafnframt er ekki óalgengt að þeir sem játi afbrot sín greiðlega, svo ekki sé talað um þá sem játa að fyrrabragði, njóti þess við ákvörðun refsingar.

Þess vegna er gott að hugmyndir um slíkt skuli vera komnar fram í skattamálum.

En það er ekkert óeðlilegra að eiga "óhefðbundið samstarf" í skattamálum en hvað varðar önnur lögbrot.

P.S. Ég hef stundum grínast með það að þeir sem ástundi "skattaundanskot", séu einfaldlega "aðgerðasinnar í skattamálum". En einhverra hluta hefur það yfirleitt ekki hlotið góðan hljómgrunn.

 

 

 


mbl.is Tvöfalt siðgæði skattyfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rangt að kalla þá sem koma upp um gífurleg undanskot undan skatti glæpamenn jafnvel þótt uppljóstrunin sé ólögleg. Nauðsyn brýtur lög.

Með því að kalla uppljóstrarana glæpamenn er verið að halda hlífiskildi yfir skattsvikurum sem miklu frekar en uppljóstrararnir verðskulda að vera kallaðir glæpamenn.

Úr því að aðrar þjóðir geta notfært sér slík gögn er fráleitt að við getum það ekki. Ef það er nauðsynlegt að breyta lögum til þess er bara að ganga í að breyta þeim.

Ef við náum sama árangri og þjóðverjar ætti ágóði ríkissjóðs að verða 15 milljarðar skv upplýsingum Kjarnans eða jafnvel yfir 20 milljarða miðað við upplýsingar Katrínar Jakobsdóttur í Kastljósi nýlega.

Þá er ótalinn ávinningur vegna fælingarmáttar slíkra aðgerða sem gæti vel verið enn meiri.

Við værum aumingjar ef við létum slíkt tækifæri okkur út greipum ganga. Eftir stendur spurningin hvort sjálfstæðismenn styðji stórfelld skattsvik.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 10:57

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Eins og flest annað er þetta umdeilanlegt. Í mörgum tilfellum hafa viðkomandi einstaklingar brotið lög í öðrum löndum. Við getum ekki ráðskast þar með. Ef t.d. Svisslendingar eða Luxemborgarar líta svo á að einstaklingur hafi brotið þar lend lög og sé "glæpamaður", þá geta Íslendingar varla leyft sér að neita því.

Hvort að Svisslendingar eða Luxemborgarar (sem er nú fyrirmyndarþjóð í þínum augum ef ég man rétt) hafa svo áhuga á því að lögsækja Íslenska ríkið fyrir að kaupa þýfi, er ég ekki viss um nema að ríkið, eða skattrannsóknarstjóri yrði sakfelldur fyrir slíkum þarlendum dómstól.

Það breytir því ekki að mér finnst sjálfsagt að reyna að láta á það reyna hvort hægt sé að ná í þessi gögn, fyrir hóflega greiðslu.

En ég er ekki bjartsýnn á að viðlíka árangur náist á Íslandi og í Þýskalandi. Aðstæðurnar eru það ólíkar. Ég myndi því setja mikinn fyrirvara á það sem Kjarninn og Katrín Jakobsdóttir setja fram.

G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 12:07

3 identicon

Hvað með útboðsreglur Ríkisins

og Samkeppniseftirlitið

er öruggt að einhver annar aðili geti ekki boðið sömu þjónunstu á betri kjörum?

Ekkert (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 12:36

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ekkert Góður punktur. Líklega er þetta það há upphæð að það gæti myndast skylda til að bjóða út slíka "uppjóstrunarþjónustu" á Evróska efnahagssvæðinu.

G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 12:47

5 identicon

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/02/12/saetir_thad_fangelsi_ad_kaupa_gognin/

Ekkert lát á stórskemmtilegum vinklum á þetta mál.

Maður þarf hins vegar ekki að vera í einhverjum flokki til að átta sig á að það er ekki sjálfgefið að ríkið stökkvi af stað með seðlabúntin.

ls (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 13:29

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@ls Það er rétt að það eru ótrúlega margir vinklar á þessu máli, og sjálfsagt ekki allir þeirra fundnir enn.

Það er sömuleiðis rétt hjá þér að býsna margir virðast fyrst og fremst hafa áhuga á því að nota þetta mál í "pólítíska keilusalnum". Það þarf í sjálfu sér ekkert að koma á óvart.

Margir af því sauðahúsinu, taka enda lítt mark á rökum, en fara með möntrur.

En ég get þó ekki séð annað en að rétt sé að reyna að kaupa gögnin.

Ef það leiðir svo til þess að skattrannsóknarstjóri og starfmenn hans, geta lítt ferðast erlendis, vegna "stöðu grunaðra", er það þá ekki bara bónus?  lol

G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 13:59

7 identicon

G. Tómas, það er engin hætta á að Svisslendingar eða Lúxemborgarar lögsæki Ísland fyrir að nota slík gögn úr því að Þýskaland, Frakkland, Bandaríkin ofl hafa komist upp með það.

Helsta hættan er að skattssvikararnir reyni með málaferlum að komast hjá að greiða skv endurálagningu á grundvelli illa fenginna gagna.

Lögfræðingar eiga að gegna mikilvægu hlutverki við að halda uppi réttlæti í þjóðfélaginu. En því miður hafa þeir margir fallið i þá freistni að nóta sérfræðiþekkingu sína til að reyna að bjarga skjólstæðingum sínum frá réttvísinni. Til að lágmarka þá hættu er kannski nauðsynlegt að breyta lögum.

Ef þessi gögn verða ekki keypt og nýtt verður það eflaust vegna þess að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn koma í veg fyrir það. Þó að Bjarni Ben virðist ekki vera nein hindrun eftir síðustu yfirlýsingar hans er ekki víst að allt sé sem sýnist.

Ályktun Heimdallar sýnir að skattsvikarar eiga sér sína stuðningsmenn innan flokksins.

PS: Hef ekki talað um Lúxemborg sem fyrirmyndarþjóð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.2.2015 kl. 14:50

8 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Ásmundur Ég man ekki betur en að Svisslendingar hafi gefið út ígildi handtökuskipunar á Þýska embættismenn.

En hvað þeir hafa fylgt því vel eftir er annar handleggur. Einstaklingurinn (ég man ekki nafn hans) sem er ábyrgur fyrir lekanum frá HSBC, hefur stöðu sakamanns í Sviss sömuleiðis, og ég held að þeir hafi krafist framsals frá Frakklandi, sem var ekki samþykkt.

Þannig að vissulega er margs að gæta.

P.S. Fyrirmyndarlandið Luxemborg, var nú bara lítið skot frá mér, með rætur í þessum ummælum þínum:

"Ef við hefðum haft vit á að ganga í ESB og taka upp evru gætum við hugsanlega verið i sporum Lúxemborgar."

En þau féllu á þessari síðu fyrir all nokkru, en það var að vísu áður en Juncker og félagar urðu uppvísir að "skattabrellum" sínum.

 

G. Tómas Gunnarsson, 12.2.2015 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband