Það hriktir í "Sambandinu"

Það hriktir í Evrópusambandinu, aðallega vegna Eurosvæðisins, en einnig vegna stríðsins í Ukraínu.  Og með óbeinum hætti tengist þetta tvennt.

Enginn vill gefa eftir skuldir Grikkja, enginn vill að Grikkir hverfi af Eurosvæðinu og enginn vill að Grikkir leiti til Rússa eða Kínverja um fjárhagsaðstoð.

En enginn vill gefa eftir.

Euroríkin eru nokkuð kokhraust og telja sig ráða við að Grikkland hverfi úr myntsamstarfinu. En ávöxtunarkrafa á skuldabréf þeirra ríkja sem talin eru í mestri hættu, er þegar tekin að stíga.

Það er ekki gott að segja hver verður niðurstaðan hvað varðar Grikki, en "störukeppnin" er í fullum gangi.

Það kann jafnvel að fara svo að Bandaríkin myndu reyna að liðka um fyrir Grikkjum, því þau kæra sig ekki um að Grikkland, sem NATO ríki fari að halla sér að Rússum eða Kínverjum.

Það er þó erfitt að sjá slíka aðstoð eiga sér stað, nema að fullu sé "sprungið" á milli Grikkja og Eurosvæðisins.

En "Rússa og Kína útspil" Grikkja kemur líklega mörgum á óvart, ekki síst þegar Kýpur tilkynnir á svipuðum tíma um aukningu í umsvifum Rússa á eynni.

Það hriktir því í "Sambandinu" hér og þar.

Samstaða um hvernig eigi að snúa sér gegn Rússum minnkar óðfluga á sama tíma og ástandið í Ukraínu verður æ erfiðara.

 

 

 

 

 


mbl.is Eitt feilspor gæti leitt til ógæfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband