Tvær stökur

Það er nú ekki oft sem ég yrki, og ég geri ekki kröfu til þess að teljast skáld, hvað þá gott.  En eins og svo mörgum íslendingum þá dettur út úr mér staka stöku sinnum.

Í dag duttu úr munni mér tvær stökur, þær fyrstu í langan tíma.  Báðar eru þær um Framsóknarflokkinn, enda hann eins og stökur ákaflega þjóðlegur.  Ef menn vilja tjá sig um kveðskapinn, eða leiðbeina mér eitthvað með hann, er það ákaflega vel þegið, og verður ekki tekið illa upp.

En hér koma stökurnar:

Sögðust ætla að sækja Finn
sækja fram í hvelli.
En Guðni stóð við garðinn sinn
gaf ei tommu af velli.

Segjast ætla að sækja Fram
sóknar kraft finna.
Best er þó að við þetta bram
bolt fram sókn mun linna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband