Stærsti fíllinn í herberginu? - Fyrirfram sakfelling?

Ég held að samborgarar mínir hér í Toronto séu að jafna sig á fréttunum um hryðjuverkamennina.  Það var enda stórleikur í hokkíinu nú í kvöld, og fátt er líklegra til að draga að athygli hér heldur en hokkí.  Edmonton tapaði fyrir Carolina, sem er líklega með því alvarlegra sem hefur gerst hér undanfarna daga.

Ég er þó ekki orðinn meiri kanadabúi en það að ég fylgist meira með fréttum af meintum hryðjuverkum heldur en hokkíinu.  Hef ekki alveg náð að falla inn í það sport.

En fréttirnar og umfjöllunin um hryðjuverkamennina er sem betur fer frá ýmsum sjónarhornum.

Sumir ásaka lögregluna um að hafa sett á svið "show", ýkja hættuna og sakfella þar með þá ákærðu í huga almennings, án réttarhalda.  Það er líka talað um að nafnbirting jafngildi næstum því sakfellingu á þessu stigi málsins. Ég get nú tekið undir það að mestu leyti, nafnbirting á þessu stigi er að mínu mati fremur varasöm, en sinn er siður í landi hverju.

Aðrir benda á það að lögreglan geri sig hálf hlægilega þegar þeir leggja mikla áherslu á að meintir hryðjuverkamenn séu með margvíslegan bakgrunn.  Segja að vísu að það sé að nokkru leyti rétt, en það þýði ekki að líta fram hjá því að þeir séu allir múslimir, og í það minnsta helmingur þeirra hafi sótt sömu mosku.

Christie Blatchford, dálkahöfundur hjá Globe and Mail, skrifaði meðal annars eftirfarandi í dálk sinn í dag:

"I drove back from yesterday's news conference at the Islamic Foundation of Toronto in the northeastern part of the city, but honestly, I could have just as easily floated home in the sea of horse manure emanating from the building.

So frequent were the bald reassurances that faith and religion had nothing -- nothing, you understand -- to do with the alleged homegrown terrorist plot recently busted open by Canadian police and security forces, that for a few minutes afterward, I wondered if perhaps it was a vile lie of the mainstream press or a fiction of my own demented brain that the 17 accused young men are all, well, Muslims.

But no. I have checked. They are all Muslims."

"Such is the state of ignoring the biggest, fattest elephant in the room in this country that at one point Chief Blair actually bragged -- this in answer to a question from the floor -- "I would remind you that there was not one single reference made by law enforcement to Muslim or Muslim community" at the big post-arrest news conference on Saturday."

"But what came clear at that meeting yesterday, which was an odd mix of community venting and news conference, is that many of those people who went to the microphone to ask questions, and some of those who answered them from the podium, are far more concerned about a possible anti-Muslim backlash to the arrests than they are about the allegations that a whole whack of their young people were bent on blowing something up in the city; that they are generally worked up about Canadian soldiers in Afghanistan and the Americans in Iraq, and that even as they talk about Islam being a religion of peace, they do not sound or appear particularly peaceable.

Only one question from the floor, this from a young man, really dared to depart from the convention of deploring the supposed coming anti-Muslim backlash and the idea of Muslim as victim.

He asked what the imams were doing to ensure that the sort of violent views that allegedly motivated the homegrown terrorists were not allowed to "become entrenched in our community."

Sheikh Husain Patel answered him. "It is important we educate our young brothers," he said.

He mentioned a series of conflicts overseas, including Iraq and Palestine, then said: "You cannot justify a legal goal by using illegal means. The politics of overseas should not be addressed in a violent manner in Canada."

That did not ring in my ears as a renunciation of violence per se, but as a renunciation of violence in this country."

Þetta finnst mér að sumu leyti enduróma viðhorf sem ég hef heyrt hér, það að þó að flestir geri sér grein fyrir því að langstærstur hluti þeirra múslima sem hér búa, er jafn friðelskandi og hverjir aðrir, þá geri þessir "hófsömu" múslimar, eins og fjölmiðlar eru gjarnir á að nefna þá, ekki nægjanlega mikið til að koma upp um og helst uppræta öfgamennina sem eru innan um.

En að lokum er rétt að benda á eins og margir aðrir hafa gert, að hinir ákærðu eru saklausir, nema að þeir verði fundnir sekir af dómstólum, en málarekstur þessi getur tekið afar langan tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband