Fram sótt hvert?

Það eru vissulega alltaf mikil pólítísk tíðindi þegar forsætisráðherra ákveður að yfirgefa embætti sitt á miðu kjörtímabili.  Þessi ákvörðun Halldórs kemur því á óvart (ekki nákvæmlega í dag, miðað við aðdragandann), en að mörgu leyti er hún þó afar skiljanleg.  Þó er þessi atburðarás frekar skrýtin, og myndi líklega einhver segja að hún væri illa "hönnuð", eins og tíðkast víst í nútímastjórnmálum.  Hvers vegna að segja af sér sem forsætisráðherra fyrst hann ætlar að sitja sem formaður til haustsins?  Hvers vegna ekki að gera þetta allt í einu í haust?  Þetta hljómar eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis.

En ef Halldór hefur verið búinn að taka þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í næstu kosningum, er það sterkara fyrir flokkinn að skipta um forystu nú, frekar en að gera það stuttu fyrir kosningar, nú eða eftir þær.  Það sem vekur upp miklar vangaveltur er hver tekur við af Halldóri sem formaður Framsóknarflokksins í haust? Þar hafa ýmsir verið nefndir til sögunnar, en ekki get ég sagt að ég treysti mér til að kveða upp úr um að einhver þeirra kosta sé góður, hvað þá bestur.

En það lýtur út fyrir að komandi misseri verði erfið fyrir Framsóknarflokkinn, forystuskiptin gæti dregið dilk (hljómar það ekki framsóknarlega?) á eftir sér.  Þau vandræði gætu vissulega valdið erfiðleikum fyrir ríkisstjórnina sömuleiðis, en vissulega væri það flokknum sem heild ekki til hagsbóta, enda þarf hann fyrst og fremst á því að halda að endurskipuleggja sig með nýrri forystu.  Til þess þarf hann allan þann tíma sem hann getur fengið.

  En vandræði í ríkisstjórn gætu þó nýst einstökum þingmönnum vel.


mbl.is Halldór segist hafa ákveðið að draga sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband