5.6.2006 | 17:48
Hryðjuverkamenn í Toronto - dagur þrjú.
Fjölmiðlar hér hafa auðvitað verið uppfullir af fregnum af og um meinta hryðjuverkamenn sem handteknir voru hér um helgina. Það er reyndar ekki að undra, enda þetta mál málanna hér í borg (Globe and mail og National Post koma ekki út sunnudögum og þetta eru því fyrstu útgáfur þeirra, sem ná að fjalla ýtarlega um málið).
En það eru margar fréttir, sumar staðfestar, aðrar staðfestar og allt þar á milli. Ef marka má fréttir munu hinir ákærðu koma fyrir rétt á morgun, sumir gætu dregist fram á miðvikudag, þar sem fjallað verður um hvort þeir verði látnir lausir gegn tryggingu. Það er eitthvað sem segir mér að niðurstaðan verði að svo verði ekki. En lögreglan rekur málið "eftir bókinni", ef svo má segja og er það vel.
Það hefur líka komið fram í fréttum að líklega hafi lögreglan verið búin að skipta um innihald í áburðarpokunum, þegar hinir ákærðu fengu þá afhenta (hættan hafi því ekki verið raunveruleg, þó að ætlanirnar hafi verið það).
Fjölmiðlar halda áfram að birta "prófíla" af hinum ákærðu (ég get ekki neitað því að það kemur mér dálítið á óvart hve fljótt nöfn þeirra voru birt). En þeir eru flestir í svipuðum stíl, ungir menn sem vöktu ekki á sér neina sérstaka athygli. Höfðu verið vel liðnir, gengið þokkalega í skóla og ekkert sérstaklega trúnhneigðir, en það virðist hafa breyst hjá mörgum þeirra síðastliðin 2 til 3 ár.
Það virðist, ef marka má fréttir, sem að internetið hafi spilað stórt hlutverk, bæði í undirbúningi hjá meintum hryðjuverkamönnum, og ekki síður í því að lögreglan komst á snoðir um áformin. En þetta mál mun víst teygja sig yfir u.þ.b. 2. ár, það er tíminn sem lögreglan hefur fylgst með sakborningunum.
En lífið heldur áfram.
Kanadíska lögreglan segir að búast megi við fleiri handtökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.