25.1.2015 | 15:31
Aftur gripið til neyðarbrauðsins
Samkvæmt frétt Vísis.is var neyðarbrautin enn og aftur notuð í dag. Aðstæður voru erfiðar. Ekki hægt að nota hinar flugbrautirnar og tvísýnt um að hægt væri að lenda á Keflavíkurflugvelli.
Í þetta sinn voru 27 fullfrískir einstaklingar um borð í Fokker flugvélinni.
Það var að því að ég best veit enginn sem þurfti að komast á sjúkrahús í flýti.
En hefði þessi stutta flugbraut ekki verið til staðar hefði hugsanlega allir endað aftur á Akureyri.
Það skaðar ekki fullfríska einstaklinga, en ....
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:40 | Facebook
Athugasemdir
Hafi brautin ekki verið til staðar, hefði líklega ekki verðið farið af stað til Akureyrar og janfvel fleiri flugferðir þann daginn. Í dag get menn farið af stað jafnvel þó ekki sé "öruggt" að hægt verði að lenda á annari af aðalbrautunum, en hægt að lenda á þessari braut.
Þær eru þvi allnokkrar flugferðirnar sem hafa verið farnar í gegnum tíðina sem hefðu ekki verið farnar nema af því að brautin er þarnra, jafnvel þó hún hafi svo ekki verið notuð. n.b. það er engin NA/SV braut í keflavík í notkun í dag.
ls (IP-tala skráð) 26.1.2015 kl. 02:57
@ls Takk fyrir þetta. Þetta er eins og hefur áður verið rætt stór partur af öryggi.
Í sjálfu sér er öryggisventill oft nauðsynlegur, þó að allir vonist eftir því að hann sé ekki notaður.
Rétt eins og það er pirrandi þegar öryggi slær út, en margfallt betra en að hafa ekkert öryggi.
En nú er neyðarbrautin notuð með stuttu millibili.
Ég get ekki skilið hvernig á að "skauta" fram hjá þessu og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist.
G. Tómas Gunnarsson, 26.1.2015 kl. 08:54
Í rauninni er þetta ekki flókið. Með 3. brautinni, hvort sem menn kalla hana NA/SV, 06/24 eða neyðarbraut, er nýtingarhlutfall Reykjavíkurflugvallar nærri 100% en án hennar þónokkrum prósentum lægra. Með það lágri nýtingu verða færri sem treysta á innanlandsflugið sem samgöngumáta, þar með fækkar ferðum og svo frv.
Þetta vita þeir sem vilja losna við flugvöllinn og velja að fara þessa leið að því marki. Þeir sem vilja völlinn áfram (og innanlandsflug sem valkost í samgöngum) leggja kapp á að viðhalda 06/24 brautinni og flugvellinum þar með ofan ruslflokks.
Hólmgeir Guðmundsson, 26.1.2015 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.