Ég var að velta því fyrir mér í dag hversu víðtæk áhrif olía og framboð á henni og verð getur haft á heimsbyggðina. Oft raunar mikið meiri en okkur órar fyrir.
Framboð og eftirspurn á olíu getur haft að mér sýnist, t.d. áhrif og eftirpurn eftir stjórnmálahreyfingum. Og á framboð þeirra í fjölmiðlum.
Þannig virðist mér í fljótu bragði að aukið framboð á olíu og minnkandi eftirspurn, hafi haft þau áhrif að eftirspurn fjölmiðla á yfirlýsingum og stefnumálum Fylkisflokksins hafi skroppið saman, jafnvel hraðar en verð á olíutunnu.
Þannig hefur lækkun olíuverðs mörg jákvæð áhrif.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Grín og glens, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
Skemmtileg pæling. Það er undarlegt að þeir sem þrá að verða fylkisbúar í Noregi, skuli ætla að fara lengri leiðina að því marki, þegar aðeins einn flugmiði getur látið draum þeirra rætast.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.1.2015 kl. 06:12
@Axel Johann Takk fyrir þetta. Færslan er í sjálfu sér sétt fram meira í gríni en alvöru. En öllu gríni .....
En það má auðvitað endalaust "spinna" samsæriskenningar og annað slíkt, ef áhugi er fyrir hendi.
Ef við segjum að fyrsta skrefið sé að fá fólk til að fallasta á að Ísland sé ónýtt. Næsta skref er að leiða því í ljós að Noregur hefur engan áhuga á því að innlima Ísland.
En Ísland er jafn ónýtt, þrátt fyrir það, eða hvað?
Hvað yrði þá næsta skref?
G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2015 kl. 06:59
Sem "aukatvisti", má velta því fyrir sér hvers vegna Saudi Arabar eru svo mikið á móti því að Ísland sameinist Noregi, að þeir keyra niður olíuverðið?
G. Tómas Gunnarsson, 16.1.2015 kl. 07:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.