4.6.2006 | 19:39
Hryðjuverkamenn í Toronto, dagur tvö.
Víða hvar maður kemur er fólk að ræða atburði gærdagsins, þegar 17 manns voru handteknir hér í Toronto, ásakaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Meðal annara hluta sem gerðir voru upptækir voru 3. tonn af ammónium nítrati. Fjölmiðlar eru líka, líklega eðlilega, uppfullir af fréttum af atburðum og viðbrögðum ýmissa aðila.
Fólk sem ég hef heyrt í er sumt nokkuð slegið, jafnvel meira yfir þeirri staðreynd að þessir meintu hryðjuverkamenn hafi einfaldlega búið í friðsælum, rólegum hverfum, hafandi alist hér upp og fallið vel inn samfélagið, frekar en þeirri staðreynd að hér hafi átt að fremja hryðjuverk. Eins og einn sagði, "... þarf maður nú að fara að líta á sinn næsta nágranna sem hugsanlegan hryðjuverkamann?". Þess má geta að þegar í gær, voru nöfn allra, nema þeirra 5 sem eru undir 18 ára aldri, birt í fjölmiðlum hér og í sunnudagsblaðinu hjá Toronto Star, eru birtar myndir af heimilum margra þeirra, ásamt viðtölum við nágranna.
En viðbrögðin hafa vissulega verið á ýmsa vegu, sumir hafa sagt þetta enn eina árásina á múslimi, aðrir fullyrða að þetta sé rangar sakargiftir. Flestir eru þó sammála um að þetta megi ekki túlka sem sakfellingu á múslimska samfélaginu hér, sem er risastórt. En vandræðin eru líklega að einhverju marki byrjuð, því að rúður voru brotnar í mosku hér, annaðhvort í nótt, eða snemma í morgun.
En hinir ákærðu komu fyrir dómara í gær, og var gríðarlegur viðbúnaður við réttarsalinn, leyniskyttur á nærliggjandi þökum og þar fram eftir götunum.
Eftirfarandi klausu mátti lesa á vef Globe and Mail:
"Defence lawyer Rocco Galati, who was representing some of the suspects, protested the intense security measures at the court. He asked that security be diminished when the accused next make their next court appearance on Tuesday.
Outside the courtroom, Mr. Galati a veteran of terrorism cases, scoffed at the allegations.
"I've seen fertilizer for the last eight years," he said, commenting on the strength of previous cases by the government that he has fought against.
In court, Mr. Galati was accompanied by Aly Hindy, a Toronto imam and friend of the highly-controversial Khadr family, who have well-established connections to al-Qaeda.
Mr. Hindy, a controverisial Iman, leads an Islamic centre in Scarborough, said he knew several of the accused because they prayed at his mosque but said they were not terrorists.
"He said the charges are to keep George Bush happy, that's all."
Lögreglan hefur ekki gefið upp neinar upplýsingar um hver hugsanleg skotmörk hafi verið, en eingöngu sagt að almenningssamgöngur hafi ekki verið á meðal þeirra. Á meðal þeirra skotmarka sem nefnd eru í "óstaðfestum fréttum" eru þinghúsið í Ottawa, CN turninn í Toronto (hæsta bygging í heimi), og hús kanadísku "leynilögreglunnar", en það er í sjálfu sér enginn skortur á háhýsum í Ontario.
Þó svo að hinir handteknu séu heimamenn, er því haldið fram að handtökurnar tengist handtökum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Bosníu, Danmörk, Svíþjóð og Bangladesh.
En þetta er óneitanlega mál málanna hér í borg þessa dagana.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Bloggar, Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.