Á ég að segja að ég svín og pylsa?

Við eru búin að vera að lýsa því yfir undanfarna daga að við séu hitt og þetta, og hinir og þessir.

Við erum Charlie og sumir eru líka Ahmed og aðrir eru gyðingar.  Sumir eru allt þrennt.

Þetta gerðum við til að lýsa stuðingin okkar við tjáningarfrelsið, múslima (eða múslimskarn lögreglumann) og gyðinga.  Fórnarlömb árásaranna í París.

Og nú velti ég því fyrir mér hvort ég verði að halda því fam að ég sé svín, nú eða pylsa, eða jafnvel hvoru tveggja.

Því svín og og pylsur liggja undir árásum.  Ekki þessum hefðbundnu, þar sem þau eru hlutuð niður með hnífi og gafli, en þar finn ég mig nokkuð vel.

Nei, nú snýst árásin um að láta þau hverfa, beita þau harðsvírari þöggun.  Það er verið að mælast til þess að þeim verði ekki hleypt í barnabækur.

Útgefandi einn, sendi bréf til þeirra sem voru að vinna barnaefni, og fór fram á að þeir minntust ekki á svín eða pylsur í skáldskapnum, eða annað sem mætti líta á sem svínakjöt.

Með þessu vildi útgáfan komast hjá því að "móðga" múslima og gyðinga.

Slík sjálfsritskoðun er fáranleg.  Það kemur enda skýrt fram í tali múslima og gyðings sem talað er við fréttinni, að slíkt sé alger óþarfi.

Eins og gyðingurinn segir, við borðum ekki svínakjöt, en það er ekkert sem bannar okkur að tala um það.

Þetta hljómar auðvitað ekkert vel, að segja, ég er svín, en eins og öll matvæli hljómar þetta heldur betur á Frönsku,   je suis un cochon.

Á Íslensku mætti auðvitað notast við ég er Ali, því það er vel þekkt fyrir standa með svínunum alveg fram í andlátið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband