Að tapa u.þ.b. 260 milljörðum á 681. degi?

Það vita það líklega flestir að smásölubransinn er harður. Mörgum hefur reynst hann gjöfull og þeim hefur sumum virðist ganga þar allt í haginn.

En það eru líka til ótrúlegar sögur, hvernig ekkert virðist ganga upp.

Og einni þannig sögu er nú að fara að ljúka í Kanada.

Target keðjan, sem margir Íslendingar kannast líklega við frá ferðum sínum um Bandaríkin ákvað fyrir all nokkru að tímabært væri að stækka markaðssvæðið og halda í "víking" til Kanada.

Nú þegar 468 dagar eru liðnir frá því að fyrsta verslunin opnaði, tilkynna þeir að öllum 133 verslunum þeirra verði lokað.  Punktur, dæmið gengur ekki upp.

Raunverulegt tap verslunarkeðjunar er talið vera um 2. milljarðar dollara (US) á þessum 681 dögum, eða um 260 milljarðar Íslenskra króna. Rekstrartap er all nokkuð hærra.

Target hitti ekki í mark hjá Kanadabúum.

Það gerir tap upp á u.þ.b. 381. milljón Íslenskra króna hvern dag.

En stundum er betra að "cut the losses" eins og sagt er á Enskunni.  En þetta er vissulega "hraustlegt" tap.  En talið er að verslunarkeðjan hefði þurft að bíða til ársins 2021 til að skila hagnaði.

Kanadíski markaðurinn er vissulega u.þ.b. 100 sinnum stærri en sá Íslenski, þannig að hlutfallslega, væri tapið ekki "nema" 3.8 milljónir á dag, en að sama skapi hefðu ekki verið opnaðar nema 1.33 verslun.

Íslendingar hafa þó líklega einu sinni upplifað svipaða sögu, en það var stórmarkaðurinn Mikligarður, sem var sagður tapa milljón á dag, en það var fyrir ríflega 20 árum síðan og væri líklega ríflegri upphæð framreiknuð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband