Það sem gerist á Íslandi getur gerst í öðrum löndum

Nú er byrjað að koma upp í umræðun á Íslandi hvort að það gæti hafa gerst að Íslenskur múslimi hafi hugsanlega farið og fengið þjálfun hjá einhverjum hryðjaverkasamtökum eða jafnvel barist með IS.

Mörgum finnst þetta fáranleg umræða, algerlega óþörf og ef eitthvað er særandi.

En rétt eins og það sem gerist á Íslandi getur gerst í öðrum löndum (það kemur ef til vill einhverjum á óvart, en bankahrun er ekki Íslensk "uppfinning") þá getur það sem gerist í öðrum löndum, líka gerst á Íslandi.

Til samanburðar má nefna að talið er að í Eistlandi búi 3500 múslimar (íbúafjöldi Eistlands er ríflega fjórfaldur íbúafjöldi Íslands).

Stærstur hluti þeirra er komin af Tatörum, eða rekur uppruna sinn til Azerbajan.  Hópurinn hefur búið í Eistlandi í aldaraðir.

Síðasta ártuginn hafa svo littlir hópar innflytjenda frá Afríku og Mið-Austurlöndum bæst í Múslimska samfélagið og einnig taka Eistlendingar upp Múslimska trú.

Þetta er ekki stór hópur, en samt er Eistneska Leyniþjónustan KaPo, fullviss um að nokkrir Eistneskir ríkisborgarar berjist með IS.  Fyrst var aðeins vitað um einn, nú er er talinn vissa um að þeir séu fleiri.

Leyniþjónustan sér ástæðu til að taka það fram, að þeir sem snúist til Islam, séu ef eitthvað er "stífari" í trúnni

Þetta gerir það ekki að verkum að það sé sjálfgefið, eða óumflýjanlegt að einhver Íslenskur múslími fari og berjist fyrir IS, eða starfi fyrir einhver hryðjuverkasamtök.

En Íslendingar geta ekki, og eiga ekki að útiloka það.  Ekki frekar en nokkuð annað.

Og umfram allt er óþarfi að loka augunum og segja að það sé óþarfi að ræða neitt í þessa átt.

En það er enginn ástæða til að láta eins og Ísland sé á "járnbrautarteinum" og leiðin geti aðeins legið í eina átt.

Og þegar rætt er um hryðjuverk eða hættu á slíku á heldur ekki að láta eins og hættan komi aðeins úr einni átt.

Það er fleira en Oslo, sem gæti orðið "okkar eigin".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband