Je suis juif

Hryðjuverkin Í París hafa komið róti á huga margra okkar. Það er ótrúlegt að lesa um að skopmyndateiknarar séu myrtir vegnar teikninga sinna, lögreglumenn skotnir á götunum og viðskiptavinir matvörubúðar gjaldi með lífi sínu vegna trúarbragða sinna.

Og við tókum mörg undir og sögðumst vera Charlie - Je suis Charlie.

Je suis Ahmed, fylgdi í kjölfarið,  til minningar og til að virðingar við lögreglumanninn, Ahmed Merabet, sem var múslimi og galt með lífi sínu fyrir að standa vörð um skrifstofur Charlie Hebdo.

En morðin í matvöruversluninn eiga skilið athygli okkar.

Þar lét engin lífið fyrir hvað hann hét.  Þar var engin myrtur vegna stöðu sinnar.  Þar voru fjórir einstaklingar teknir af lífi fyrir að vera gyðingar.

Það ætti að hvetja okkur til að sýna samstöðu okkar og segja Je suis juif, ég er gyðingur.

 


mbl.is Milljón manna gengur um götur Parísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband