Stundum er eins og hjörtu Íslands og Kanada slái saman, eða það finnst mér. Ef til vill er það aðallega út af því að á báðum stöðum hefur hið opinbera afskaplega gaman af því að hafa vit fyrir þegnunum. Ef til vill er það líka af því að á báðum stöðum láta þegnarnir það yfir sig ganga án þess að mótmæla, alla vegna ekkert sem heitir.
Þegar ég las þessa frétt á mbl.is, og hafði stuttu áður lesið dálk Margaretar Wente í Globe and Mail, þá fannst mér þetta augljósara en áður. Ég hef reyndar áður hér á blogginu lýst því yfir hvað Margaret er skemmtilegur dálkahöfundur og óhrædd við að höggva heilög vé. Það gerir hún í þessum dálki eins og oft áður.
"I couldn't have known it at the time, but I was blessed to be a youth during those fleeting years when nothing was forbidden and all things were permitted. We smoked. We drank. We had unprotected sex with strangers. We ingested illicit substances, and when we got the munchies, we gorged ourselves on jelly doughnuts. We even seduced our professors, and vice versa. The dark cloud of AIDS was not yet on the horizon. We never gave a thought to secondhand smoke, sexual harassment, or our cholesterol. "
"Personally, I detest cigarette smoke. I believe that everyone has an inalienable right not to be exposed to it against their will. The arrival of the smoke-free workplace was a triumph for human rights and simple common sense. But our creeping prohibitionism has long since crossed a line. Smoking bans are no longer about protecting non-smokers from the (highly exaggerated) dangers of secondhand smoke, although that is what we're told. They are really about punishing smokers. Instead of doing the honest thing, and just banning smoking altogether, the state will simply harass and marginalize the deviants until they quit."
"By the way, there's one big exception to this official demonizing of tobacco. And that's native tobacco. "Commercial tobacco is a KILLER! Traditional tobacco is a HEALER," announces the website of the Aboriginal Tobacco Strategy (http://www.tobaccowise.com), which is sponsored by Health Canada. The difference between commercial tobacco and traditional tobacco is that traditional tobacco is sacred. It can be used to communicate with the Spirit World. You can also use it to offer prayers and treat illnesses.
I, too, used to use tobacco to communicate with the Spirit World, especially on deadline. But I guess that didn't count, because my tobacco wasn't sacred."
Sjálfur reyki ég ekki lengur, hef ekki gert það í u.þ.b. þrjú og hálft ár, ég hata þó ekki tóbaksreyk og get vel unnt öðrum þess að reykja.
Eitthvert það skrýtnasta við ný tóbakslög, bæði hér í Kanada og á Íslandi, er að hið opinbera hefur engar vöflur við að ákvarða hvernig eigendur veitinga og skemmtistaða ráðstafa eignum sínum, og hvað þeir geta leyft innan þeirra, jafnvel þó að umræddur verknaður stangist ekki á við lög að öðru leyti.
Reykingar verði leyfðar á afmörkuðum svæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Trúmál og siðferði, Bloggar, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eins og konan segir í pistli sínum þá var það gríðarlegt framfaraspor í mannréttindum þegar bann var laggt við reykingum á vinnustöðum! Veitingastaðir eru vinnustaðir, af hverju eiga þeir starfsmenn ekki að njóta sömu réttinda og aðrir?
Eigendur veitingastaða eru ekkert öðurvísi en aðrir atvinnurekendur og ekki veit ég til þess að minn vinnuveitandi geti ákveðið það uppá sitt einsdæmi að það reykingar skulu leifðar innandyra á mínum vinnustað.
Gunnar Örn (IP-tala skráð) 4.6.2006 kl. 09:28
Ég er sammála því að þegar reykingar voru almennt bannaðar á vinnustöðum, var það framfaraspor. Það er samt sem áður algerlega ástæðulaust að banna vinnuveitendum að leyfa starfsfólki að reykja í skýrt afmörkuðu herbergi, sem hefði t.d. sína eigin loftræstingu. Það truflar ekki annað starfsfólk.
Svipað fyrirkomulag má vel hugsa sér á veitingstöðum (ég hef til dæmis séð slíka útfærslu á nokkrum flugvöllum sem é hef átt leið um) og/eða skemmtistöðum.
Það er rétt að hafa í huga að loftræstingar hafa þróast rétt eins og annar búnaður.
Svo má auðvitað hugsa sér að atvinnurekendum væri heimilt að auglýsa eftir starfsfólki sem reykti (get raunar ekki séð að það sé bannað) til að þjónusta reykingafólk.
G. Tómas Gunnarsson, 4.6.2006 kl. 16:21
Ég var í Skotlandi um síðustu helgi. Þar er búið að banna reykingar á pöbbum og veitingahúsum. Ef maður vildi bjór varð að fara út á gangstétt og ná í afgreiðslumanninn því hann var þar með viðskiptavinunum.
Villi Asgeirsson, 5.6.2006 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.