Múslimar eru ekki "gyðingar samtímans".

Múslimar eru ekki "gyðingar samtímans". Þó að allur samanburður um slíkt sé í sjálfu sér út hött og að mínu mati rangur, þá myndi ég vilja segja að ef einhverjir eiga skilið að vera kallaðir "gyðingar samtímans", þá þarf ekki að leita langt yfir skammt, því auðvitað eru það gyðingar.

Ég veit ekki hvort er sorglegra að sjá þessu haldið fram af múslíma, í umræðuþætti um voðaverkin í París, eða sjá  umsjónarmann þáttarins það illa undirbúinn, vanmáttugan, fullan af vanþekkingu eða einfaldlega sammála þessu. 

Alla vegna gerði hann ekkert til að kveða þessa ótrúlegu rangfærslu í kútinn.

Ef við höldum okkur við Frakkland, þá eru múslimar vissulega minnihlutahópur í Frakklandi og því er ekki hægt að neita að hlutskipti þeirra er og hefur oft verið erfitt.

En það er talað um að múslimar séu á bilinu 5 til 10% af íbúum Frakklands, oft er talað um að þeir séu í kringum 5 milljónir.

Islam er yfirleitt talið næst fjölmennustu trúarbrögð í Frakklandi, á eftir Kaþólsku kirkjunni.

Gyðingar eru hins vegar taldir á bilinu 4 til 500.000 í Frakklandi, og hefur farið fækkandi. Oft er talið að brottflutning þeirra megi rekja til vaxandi ofbeldis og andúðar í þeirra garð.

Ofbeldi og andúðar sem jafn oft og ekki má rekja til fylgismanna Islam.

U.þ.b. 40% af öllum skráðum "hatursglæpum" í Frakklandi eru í garð gyðinga. Talað er um að fjöldi þeirra hafi sjöfaldast síðan á síðasta áratug síðustu aldar.

Ef við viljum fikra okkur aftur í sögunni, er sömleiðis augljóst að á engan hátt er rökrétt að bera múslima saman við gyðinga.

Gyðingar hafa verið ofsóttir í Evrópu (og víðar) um árhundruði.  Skelfilegar ofsóknir sem náðu hámarki stuttu fyrir miðbik síðustu aldar, en hafa langt í frá horfið.

Þó höfðu gyðingar ekki farið um Evrópu fremjandi hryðjuverk, rænt samgöngutækjum, myrt sína gagnrýnendur, og krafist að lönd sem þeir bjuggu í snerust um þeirra siði.  Þeir báðu aðeins um afskiptaleysi, að vera látnir í friði.

Það má enda segja að, þó að ráðist hafi verið gegn gyðingum fyrir margar rangar sakir, var rauði þráðurinn í ásökunum gegn þeim og ofbeldi, velgengni þeirri, raunveruleg eða meint.

Múslimar, almennt séð eru ekki sökudólgar í voðaverkunum í París, eða öðrum sambærilegum.  Það eru hryðjuverkamennirnir sem búa um sig á meðal þeirra.

En það ef þeir eru fórnalömb einhverra, er það þeirra sömu hryðjuverkamanna, sem því miður virðast oft njóta undarlega mikils stuðnings.

P.S. Það er oft rætt um hlutdrægni fjölmiðla.  Hún felst oft á tíðum ekki hvað síst í því hvaða "álitsgjafa" og viðmælendur fjölmiðlar velja sér.

Ég held að Íslenskir fjölmiðlar mættu velta því fyrir sér, í þessu máli og mörgum öðrum.  Ekki síst sá, sem á hvílir í raun lagaskylda um að sýna sem flestar hliðar og gæta hlutleysis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fannst mér góð grein. Þarna bendir Vilhjálmur á að meirihluti fórnarlambanna undanfarinna daga voru einmitt gyðingar. Gyðingarnir á kosher matarmarkaðinum komast ekki í umræðuna, ólíkt þeim Ahmed og Charlie. Óbótamennirnir voru selektívari á fórnarlömb á kosher markaðinum og slepptu múslimum og kristnum, bara eins og þarna 1940, og því gat múslimi komið fólkinu til bjargar og falið það, bara eins og Önnu Frank. Sverrir Agnarson ætti að skammast sín og láta ekki framar í sér heyra. Maðurinn ælir tómri drullu upp úr kjaftinum á sér og bæði Íslandi og trúbræðrum sínum til skammar. http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/#entry-1575752

Gummi (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 02:17

2 identicon

Samviskuspurning: Er almenningur ekki alveg jafn selektívur og óbótamennirnir á kosher veitingastaðnum? Þeir komu til að drepa gyðinga þarna á markaðinum, alveg eins og maðurinn fyrir stuttu síðan sem lék sér að því að skjóta á börn í gyðingaskóla. Við Íslendingar ætlum aftur á móti að myrða minningu þessa fólks með að vanvirða saklaus mannslíf með því að láta eins og aðeins blaðamennirnir og löggan hafi dáið. 

Gummi (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 02:20

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Gummi  Grein Vilhjálms er fín, eins og svo margar hjá honum áður.

En að sjálfsögðu er almenningur alltaf "selectívur".  Ég get ekki haldið því fram að ég sé hlutlaus, eða jafnvel altaf sjálfum mér samkvæmur.

Ég er mannlegur að ég tel, þó að sjálfsagt séu um það mismunandi skoðanir eins og annað.

Fyrir flest okkar er raunverulegur harmleikur þegar eitthvað kemur fyrir okkar nánustu, vini eða fjölskyldumeðlimi, nágranna o.sv.frv.

Flest okkar taka það líka nær sér ef eitthvað kemur fyrir samlanda okkar, en íbúa annara landa.  Vissulega má segja að það sé ákveðin hræsni, en það er líka ákaflega mannlegt.

Atburðir eins og í París snerta okkur meira en ef þeir hefðu skeð í fjarlægri borg í Afríku eða Asíu.  Þá er ég að tala út frá sjónarhóli Íslendinga or Evrópubúa.  Síðan má snúa dæminu við.

Margir hafa komið til Parísar, eiga þaðan góðar minningar og hafa jafnvel gengið um staðina sem þessir voðaatburðir áttu sér stað.  Sjálfur bjó ég í París um nokkurra ára skeið, og þó að það sé erfitt að fullyrða, er ég ekki frá því að það virki öðruvísi á huga minn, en ef sambærileg voðaverk hefðu verið framin í Lissabon eða Búkarest.

Hvað varðar lögreglumanninn, músliman sem vann í búðinni og svo fórnarlömbin sem voru gyðingar, þá vil ég varast að dæma.

Auðvitað eru drápin hræðileg, og ég held að flestir sammælist um það.  Að fólkið skuli hafa verið myrt "selectívt", út frá trúaskoðunum er er illska í sinni tærustu mynd.  Auðvitað eiga gyðingarnir sem voru myrtir og aðstandendur þeirra skilið samúð okkar og virðingu. 

En ég held líka að við viljum gjarna líta til og finna hetju eða góðan og jákvæða hluti, sem eiga sér stað í miðju illdæðinu.

Þannig er það að jafn skelfilega og það hljómar, þá finnst okkur það jákvætt að það var múslimi sem tók þátt í því að vernda Charlie Hebdo, þótt að hann hafi goldið fyrir það með lífi sínu.

Okkur finnst það líka jákvætt að múslimi aðstoðaði viðskiptavini við að komast undan morðingjunum.

Þannig reynum við að "týna" jákvæð atriði út úr hryllingnum, til að sanna að það það góða hafi líka átt sér stað.  Þetta sé ekki tómt svartnætti.

Rétt eins og við ættum velta því fyrir okkur hvers vegna margir vita meira um ævi Schindlers en flestra ef ekki allra þeirra sem myrtir voru í helförinni?

Það er líklega ekki hvað síst vegna þess að við þurfum á því að halda að horfa á það góða, það jákvæða sem gerist, í miðjum hryllingi.

G. Tómas Gunnarsson, 11.1.2015 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband