4.1.2015 | 18:26
Kirkjan telur aðra hluti mikilvægari en barnastarf. Ef kirkjan innheimti sjálf sóknargjöld væri "skerðing" ómöguleg
Það er stundum ákaflega undarlegt að lesa og hlusta á málflutning fulltrúa þjóðkirkjunar. Það er eins og þeir telji sig geta borið hvaða vitleysu á borð fyrir almenning.
Hann á jú að trúa, eða hvað?
Auðvitað liggur það í aumum uppi að það er þjóðkirkjan sjálf sem ákvað að draga úr barnastarfi. Hún taldi aðra hluti mikilvægari.
Ekkert út að það að setja per se, þeirra ákvörðun, en frekar lítilmannlegt að kenna þeim sem hafa yfirgefið kirkjuna um sína eigin ákvörðun.
Prestar hefðu t.d. getað tekið sig saman og lækkað eigin laun, til eflingar barnastarfi. Ekki það að það komi mér við, þetta er bara hugmynd sem þeim er frjálst að nota.
Það er líka ljóst að ef kirkjusóknir tækju innheimtu sóknargjalda í eigin hendur væri "skerðing" þeirra af hálfu hins opinbera endanlega úr sögunni. Sóknir gætu einfaldlega ákveðið eigið gjald og sett það í innheimtu.
Það er mjög einfalt nú til dags. Hægt að semja við bankastofnanir og reikningurinn "poppar" upp í heimabankanum. Sóknarmeðlimurinn þarf aðeins að samþykkja hann og peningurinn er kominn til viðkomandi sóknar.
Án efa hægt að semja við bankana um hagstæða gjaldskrá, enda um umtalsverð viðskipti að ræða.
Kirkjan laus við afskipti hins opinbera og eykur fjárhagslegt sjálfstæði sitt og möguleiki á skerðingum úr sögunni.
Væri það ekki hið besta mál fyrir alla? Sérstaklega nú, ef fólk er farið að "átta sig á því að kirkjan skiptir máli", eins og presturinn segir í fréttinni.
Úrsögn bitnar á barnastarfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:18 | Facebook
Athugasemdir
Af einhverjum orsökum hafa Ríkiskristnir ekki umvafið þá hugmynd að taka innheimtuna í eigin hendur. Mig grunar að það sé vegna þess að þeir trúi því ekki að Hagstofukristið fólk muni borga. Ég tel þá hitta naglann á höfuðið þar. Því er betra fyrir Ríkiskirkjuna að þiggja skert sóknargjöld og væla og tuða í stað þess að þurfa að reiða sig á sauði sína því öðruvísi fær hún lítinn sem engan pening.
Þetta er staða Ríkiskirkjunnar í dag í afar stuttu máli. Sumir segjast vilja hana, en sárafáir borga sjálfviljugir fyrir hana.
Óli Jón, 4.1.2015 kl. 20:30
@Óli Jón Ég hygg að þú hafir mikið til þíns máls. Að hluta til er þetta partur af stærra "trendi".
Það vilja jú æ fleir vera á framfæri hins opinbera sem á að vera "allt um lykjandi" og bera ábyrgð á sem flestu.
Engin getur staðið án hins opinbera. Ekkert er hægt að gera án þátttöku hins opinbera.
Og svo kemur hið klassíska, rétt eins og í þessari frétt. Ef hið opinbera kemur ekki með peninginn, "þá bitnar það á börnunum".
Klassískt "PR stunt" til að breiða yfir eigið val.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.