4.1.2015 | 16:12
Væri ekki rétt að segja takk fyrir árin tíu?
Ég er ekki einn af viðskiptavinum Bernhöftsbakarís, í það minnsta ekki undanfarin 10 ár. En mér finnst þér eiga þakkir skildar, ef það er rétt að verðið á rúnstykkjunum hafi haldist óbreytt í 10 ár.
Mér er það til efs að margt annað hafi haldið sama verði á því tímabili.
60% hækkun verður að teljast veruleg, en ef það er rétt sem kemur fram í tilkynningunni að algengt verð sé mikið hærra, er engin ástæða til annars en að fagna lágu verði.
En auðvitað er 60% hækkun ekki tilkomin vegna þess að virðisaukaskattur hækkaði um 4% stig. Það hefði leitt til 3.73% hækkunar að öllu jöfnu.
Rúnstykki sem áður kostaði 50 krónur hefði verið kækkað upp í 51.90 eða 52 krónur.
En það er auðvelt að ímynda sér að hækkunarþörfin hafi verið orðin mikil eftir 10 ár.
En það er í besta falli grátbroslegt að sjá skrifað eins og þessa hækkun megi rekja til hækkunar á virðisaukaskatti og skrifaða á ríkisstjórnina.
Það væri auðvitað mikið nær að þakka Bernhöftsbakarí fyrir að hafa "haldið í sér" í 10 ár.
En hitt er svo að ég leyfi mér að efast um að 60% hækkun hafi áður skilað fyrirtæki jafn mikilli og þó jákvæðri umfjöllun áður.
Rúnstykkin hækka um 60% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.