3.1.2015 | 19:55
Eru sóknargjöld nefnd á álagningarseðlinum?
Ef sóknargjöld eru félagsgjöld en ekki framlög ríkisins hljóta þau að vera nefnd á álagningarseðlinum.
Eru þau það?
Ef sóknargjöld eru félagsgjöld en ekki framlög ríkisins hljóta þeir sem standa utan trúfélaga, tilheyra engri sókn, að greiða minna en hinir sem reiða af hendi slíkt félagsgjald.
Gera þeir það?
Ef sóknargjöld eru félagsjöld en ekki framlög ríkisins ættu þau að vera "nefskattur", það er að segja að félagsmenn greiddu þau hvort sem þeir greiða opinber gjöld eður ei.
Er það tilfellið?
Ef ekki er hægt að svara ofangreindum spurningum játandi, er um framlög ríkisins til trúfélaga að ræða.
Það að framlögin byggi á meðlimafjölda skiptir engu og getur ekki skuldbundið ríkissjóð til að leggja alltaf sömu framlög til trúfélaga.
Það er lágmarkskrafa í nútimasamfélagi að slíkt gjald sé aðeins tekið af þeim sem tilheyra trúfélögum. Það er líka lágmarkskrafa að þegnum sé gefið val um hvort að þeir greiði slíkt með skattgreiðslum eður ei. Til dæmis með því að haka við á skattskýrslu.
Það er ekki sanngjarnt að félagsgjald sé gefið lagalegt gildi skattgreiðsla og innheimt með sama máta og viðurlögum.
Framlög og sóknargjöld tvennt ólík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Það eru sérstök lög til um það að ríkið innheimti sóknargjöld til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga, Lög um sóknargjöld og fleira. Til hagræðis, með ákvörðun Alþingis þar um, var þessi innheimta felld inn í innheimtu tekjuskatts með sérstökum útreikningi Fjársýslu ríkisins þar um.
Það er sennileganokkrum sinnum ímun ítarlegu máli búið að skíra þetta fyrir þér og öðru8m á undanförnum árum. Ertu einn þeirra sem féllu í PISA rannsókninni ? Getur kannski ekki lesið þér til gagns ?Málflutningur þinn færir mann grun um þaðþ
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 20:13
Predikari,
það er ekki nóg að setja lög um að innheimta gjöld, ef gjöldin eru svo ekki innheimt!
það kostar ríflega 1 milljón krónur að mennta hvern framhaldsskólanema á ári. Það eru ekki innheimt skólagjöld í framhaldsskóla, en auðvitað greiðum við skattgreiðendur fyrir þessa þjónustu ríkisins. Þannig má segja að skólagjöldin séu "innheimt" með almennri skattheimtu. En það þýðir auðvitað að skólagjöld sem sík eru EKKI INNHEIMT.
Með nákvæmlega sama hætti eru ekki innheimt nein sóknargjöld. Þeir kirkjunnar þjónar og aðrir sem þvaðra um það með svipuðu orðagjálfri og þú gera það gegn betri vitund.
Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 20:27
Dr. Össur / Skeggi.
Þú átt að vita þetta sem þingmaður. Þér er þó nokkur vorkunn að þú varst ekki orðinn þingmaður þegar ríkisstjórnin kallaði eftir því 1987 að innheimta sóknargjöldin í gegn um skattkerfið og með ákvörðun Alþingis að fela Fjársýsli ríkisins að reikna þau inn í tekjuskattsprósentuna og bar að gera það árkega í framhaldi þes. Þú munt þó vera læs og geta lesið þér til gagns og því ættir þú ekki að falla undir fallistana í PISA k0nnuninni. Það vitnar doktorsgráða þín um skyldi maður ætla. Þess vegna átt þú að geta flett þessu upp eins og aðrir læsir menn á vef Alþingis og víðar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 20:46
Sé mest eftir að hafa gengið úr kirkjunn fyrir mörgum árum, því nú get ég ekki mómælt með því að ganga úr söfnuðinum. En mikið andskoti er ég hneyksluð á þessum fjáraustri í ekkert, meðan allt er í kaldakoli hjá þjóðinni með svo margt sem MÁLI SKIPTIR.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.1.2015 kl. 21:10
Kakópredikari, þú mátt kalla mig Össur ef þér finnst það þjálla. Ég kannski kalla þig Dr. Kakó.
Ég veit vel hvað gerðist árið 1987. Það sem þú þarft að hafa í huga er að mikill meirihluti ráðherra og þingmanna voru félagsmenn í Frímúrurunm, ég meina, Þjóðkirkjunni. Því fannst þeim efaust sjálfsagt að kirkjan væri rekin af ríkinu, rétt og hver önnur ríkisstofnun.
Er annars nokkuð í fyrra kommenti mínu sem þú getur andmælt?
Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 21:10
Dr. Össur.
Kannastu við Lög um sóknargjöld og fleira þar sem mælt er fyrir um innheimtu sóknargjalda og góð lesning er ekki síður greinargerðin með lögunum á frumvarpsstigi þeirra þér til glöggvunar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 21:50
Hef lesið margsinnis spjaldanna á milli. Eitthvað sérstakt sem þú vilt benda á Kókó, í lögunum eða greinargerðinni?
Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 21:55
Dr. Össur.
Andstæðingar kristni hafa rangt fyrir sér eins og um það bil alltaf þegar þeir taka fyrir umræðu er varðar trúfélög. Það virðist vera meinloka í þeim að geta aldrei látið trúfélög njóta sannmælis.
Staðreyndin er auðvitað sú að þessi félagsgjöld eru felld inn í skattheimtu, en ekki sem almennur skattur, samanber Lög um sóknargjöld og fleira, og því ólögmætt af síðustu ríkisstjórn að skerða þetta félagsgjald til trúfélaga og lífsskoðunarfélaga.
Í þessu sambandi megum við ekki gleyma að síðasta ríkisstjórn skar með ólögmætum hætti margsinnis á stjórnartíð sinni niður sóknargjöld til trúfélaga um marga tugi prósenta og hirti til annarra óskyldra verkefna þá aura sem af voru skornir. Innheimtumönnum ber auðvitað lögum samkvæmt að skila því sem þeir taka að sér að innheimta og þar með er ráðstöfun sem þessi klárt lögbrot og varðar í raun sektum og fangelsisvist ef venjulegur maður dytti í hug að gera slíka óhæfu.
Á þennan hátt svelti síðasta ríkisstjorn alla starfsemi trúfélaga þannig að mjög víða ramba sóknir þjóðkirkjunnar og trúfélög ýms á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að hafa skorið niður starfsemi og útgjöld sín til mótvægis á þessu quadrennium horribilis sem þessi skelfingarstjórn stóð yfir.
Vel að merkja þá leyfði ríkisstjórn þessi sér slíkar aðgerðir þegar venjulegt fólk þurfti verulega á kirkju sinni að halda sem aldrei fyrr. Alþjóðlegt bankahrun var nýgengið yfir heimsbyggðina með tilheyrandi vandamálum og gengisfelling krónunnar varð enn meiri hjá okkur íslendingum vegna alls kyns glæfra útrásarböðla þjóðarinnar um langt skeið. Megi skö0mm þín dr. Össur fylgja þér að hafa tekið þárr í þessai ólöglegu ósvinnu sem ráðherra í þessari ríkisstjórn.
Við þessar aðstæður varð margt heimilið örbirgð að bráð og leitaði til sálusorgara síns um bæði andlega og fjárhagslega aðstoð. Sem fyrr segir er öll sálusorgun án endurgjalds hjá þjóðkirkjunni. Hitt er annað að fjármagn til að geta aðstoðað einstaklinga í neyð, sem átti jafnvel ekki fyrir mat handa börnum sínum hluta mánaðarins vegna mikilla útgjalda þar sem nauðþurftir höfðu hækkað í verði og veðlán heimilanna rokið upp úr öllu valdi með tiheyrandi auknum útgjöldum, var auðvitað af skornum skammti eftir slíkan ólögmætan niðurskurð.
Sama átti við um verðtryggða leigu þeirra sem á leigumarkaði voru. Sjóðir kirkjunnar eru fljótir að verða þurrausnir við slíkar aðstæður. Ég veit um presta sem gáfu úr eigin veski við erfið tilfelli sem þau sem ég nefndi því það er vitaskuld ekki auðvelt að þurfa að snúa grátbólginni einstæðri móður, sem ekki á til að kaupa matvæli handa ungviði sínu, á braut allslausri úr slíkri bónarför. Það er eitt að eiga erfitt, en erfið og níðþung eru þau skref fyrir móður í slíkum aðstæðum að fara til prestsins síns og óska eftir slíkri aðstoð og fáar gera slikt fyrr en öll önnur sund eru þeim lokuð.
Þannig lét ríkisstjórnin greipar sópa um veski trúfélaga sem hver annar innbrotsþjófur að næturlagi þannig að eftir stóð ekki nema um 56-57% af því félagsgjaldi sem trúfélög áttu með réttu að fá.
Þetta er ríflegur niðurskurður hvernig sem á hann er litið - og kolólöglegur.
Ef félagar í Vantrú hefðu tekið að sér að innheimta þetta fyrir trú- og lífsskoðunarfélög þess lands fyrir 5 árum síðan og hefðu haldið eftir þessum fjármunum fyrir sig sjálfa þá sætu þeir á Litla Hrauni meðal annarra glæpamanna þjóðarinnar. Hvar sitja fyrrum forsætis- og fjármálaráðherra sem stálu þessum fjármunum með fulltingi meirihluta síns á Alþingi ?
Í makindum í stofu sinni á meðan flest trúfélög landsins eru annað hvort þegar orðin gjaldþrota eða ramba á barmi gjaldþrots af völdum þessara óþokkahjúa Jóhönnu og Steingríms J. .
Ég mun hér í sparnaðrskyni á tíma mínum setja hér inn hluta úr upprifjun sr. Gísla Jónassonar prófasts á þessu málefni :
„ Í þessu sambandi skal það rifjað upp að þegar undirritaður hóf störf sem sóknarprestur í Vík í Mýrdal árið 1982 tíðkaðist það enn að gjaldkeri sóknarnefndar gekk fyrir hvers manns dyr til að innheimta sóknargjaldið. Ég gekkst þess vegna fljótlega fyrir því að semja við sýslumanninn, sem á þeim tíma var innheimtumaður opinberra gjalda, um að hann annaðist þessa innheimtu svipað og gjaldheimtan í Reykjavík gerði þá fyrir söfnuðina í höfuðborginni.
Á þessum tíma vissu allir hverjum þessar tekjur tilheyrðu.
Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp vildi ríkisvaldið útrýma öllum „nefsköttum“. Því var kirkjunni og öðrum trúfélögum gert það tilboð, að ríkið skyldi taka að sér að innheimta og síðan skila sóknargjöldum til réttra aðila, sem tiltekið hlutfall af tekjuskatti.
Var það fyrirkomulag síðan fest í lög með gildandi lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987.
Í greinargerð með frumvarpi til þeirra laga segir að það meginsjónarmið hafi verið haft við tillögugerðina að trúfélögin haldi tekjustofnum sínum óskertum, miðað við það sem þau hafi áður haft. Jafnframt sé mikilvægt að reglur sem settar verði tryggi stöðugleika á tekjustofnum þeirra.
Þá segir í greinargerðinni að kostir þeirrar leiðar, sem valin var við að reikna út og skipta umræddum gjöldum, séu einkum þeir að hún sé einföld í framkvæmd, hún tryggi til frambúðar stöðugleika á umræddum tekjustofnum og fylgi tekjubreytingum. Þetta auðveldi trúfélögunum að áætla tekjur sínar og byggja fjárhagsáætlanir á þeim.“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.1.2015 kl. 23:04
Er ekki rétt að flytja bara trúarbragða-hátíðirnar beint í félagsheimili bankanna? Það trúa hvort eð er allir mest á töfrabrögð bankablekkingar-verðtryggingar og okurskatta þeirra stofnana?
Væri þetta ekki hugljúf og sanngjörn samkoma innan bankanna?
Og jafnvel mætti boða til trúarsamkomu í einhverjum lífeyrissjóðs-salnum?
Hvert fara peningarnir, og til hverra? Og til hvaða gagns fyrir andlega næringu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.1.2015 kl. 23:57
Predikari: Telur þú að þeir sem nú eru skráðir í Ríkiskirkjuna í skrám Hagstofu myndu almennt sjálfviljugir greiða mánaðarlega upphæð til Ríkiskirkjunnar sem samsvarar sóknargjaldinu ef núverandi innheimtufyrirkomulag yrði aflagt?
Einfalt svar nægir, já eða nei.
Óli Jón, 4.1.2015 kl. 03:38
Óli
Það gerðu þeir fram til 1987. Svo er þjóðkirkjan ekki ríkiskirkja hversu oft sem þú þylur þá möntru. Hún verður ekkert sannari við það þó þið nadkristnu tönnlist á henni í sífellu. Jón Valur hefur birt nú rétt áðan góða samantekt á því hers vegna svo er ekki. Ég leyfi mér að líma postil hans hér :
Jón Valur Jensson, cand. theol. :
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/1567597/
Sunnudagur, 4. janúar 2015
„Þjóðkirkjan er ekki "ríkiskirkja"
Það er út í hött að tala um Þjóðkirkjuna sem ríkiskirkju. Hún var það um tíma fyrr á öldum, en ekki lengur, þegar komið var fram á 20. öld og ennþá síður á 21. öld. Dr. Björn Karel Þórólfsson (Biskupsskjalasafn, Skrár Þjóðskjalasafns III, í hans langa inngangi þar, bls. 68) skiptir íslenzkri kirkjusögu í fimm tímabil: 1) goðakirkjuna, 2) "hina algjöru páfakirkju", 3) lútherska landskirkju, eins og á dögum Brynjólfs biskups, 4) ríkiskirkju, eins og um aldamótin 1800, og 5) þjóðkirkju. "Ríkiskirkjunni var breytt í þjóðkirkju með stjórnarskránni 1874 ..." segir hann og vísar ekki sízt til lýðræðisvæðingar kirkjunnar um þá breytingu. Og eftir það hefur sjálfstæði hennar, með stofnun Kirkjuþings og breytingum undir lok 20. aldar, færzt til þess að verða sama sem algert.
Þarna er ekki nóg fyrir vantrúarmenn að vísa í, að í lagasafni Alþingis sé að finna ýmis lög sem snúa beint að trúmálum og að á lista yfir þau sé "að finna 34 lög og flest þeirra ... samin með ríkiskirkjuna í huga," eins og segir á einni vefslóð vantrúarmanna. Kaþólska kirkjan á Íslandi á miðöldum var EKKI ríkiskirkja, heldur hin alþjóðlega kirkja með yfirstjórn í Róm og erkibiskup í Niðarósi með visst vald hér í kirkjumálum. Samt voru ýmis lög samþykkt á Alþingi sem snertu kirkjuna allt frá kristnitökunni, einnig tíundarlögin (1096 eða 1097) og kristinréttur hinn forni (á árabilinu 1022–33) og lögin mikilvægu frá 1253 um, að þar sem á greindi landslög og Guðs lög, þ.e. lögmál kaþólskrar kirkju, skyldu Guðs lög ráða. Allt þetta merkti þó ekki, að kaþólska kirkjan hafi verið ríkisstofnun (eins og orðið "ríkiskirkja" klárlega merkir), enda var hún sjálfstæð stofnun með sjálfstæða yfirstjórn og sitt eigið stjórnkerfi og dómskerfi og trúar- og siðferðis-kenningakerfi sem var í samræmi við hina alþjóðlegu kaþólsku kirkju. Og Þjóðkirkjan er heldur ekki ríkiskirkja.
Þjóðkirkjan hefur sína eigin innri stjórn sinna mála skv. lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr.78/1997 m/síðari breyt., er þar skv. 1. gr. "sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni," og í 2. gr. hennar segir: "Þjóðkirkjan nýtur sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Þjóðkirkjan, einstakar sóknir og stofnanir hennar njóta sjálfstæðrar eignhelgi og koma fram sem sjálfstæðir aðilar gagnvart almannavaldinu eftir því sem við getur átt."
Engu breytir um þetta, að í 3. gr. sömu laga segir: "Íslenska ríkið greiðir þjóðkirkjunni árlegt framlag á grundvelli samninga um kirkjueignir og prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar til viðbótar öðrum tekjustofnum hennar, lögbundnum sem ólögbundnum." Sjálf er þessi grein (frá 2007) einmitt staðfesting á því, að sumir ákafir talsmenn trúleysingja fara með fleipur, þegar þeir halda því fram á grundvelli falsraka, að "þessar kirkjujarðir haf[i] verið marggreiddar."
Sömu rangfærslumenn hafa reynt að sanna það, að sóknargjöld séu ekki félagsgjöld, heldur "framlög frá ríkinu", og á bloggsíðu Vantrúar er látið sem sóknargjöldin komi bæði frá fólki, sem er EKKI í kirkjunni, og fólki i kirkjunni og fari (um hendur ríkisskattstjóra) til "ríkiskirkjunnar" (sic!).
Hér er því ranglega fram, að utanþjóðkirkjufólk borgi framlög til sóknargjalda Þjóðkirkjunnar, en það gerir það alls ekki.
Utanþjóðkirkjufólk borgar hins vegar eins og aðrir framlag af sköttum sínum til launa presta og biskupa Þjóðkirkjunnar og starfsfólks Biskupsstofu. Skipaðir sóknarprestar fá ekki laun sín af sóknargjöldum (sem fara til reksturs kirkna og kóra, organista, djákna og almennra starfsmanna þar, flestra óvígðra), heldur af þessu framlagi, sem hér um ræðir (í samræmi við 3. gr. laganna frá 1997/2007, sjá ofar). Það framlag helgast af því, að ríkið er á þennan hátt að endurgreiða Þjóðkirkjunni fjölda kirkjujarða (sjöttu hverrar jarðar á landinu) eða afraksturinn af þeim. Sjá nánar hér í Morgunblaðsgrein minni frá 2002: Gegn árásum á Þjóðkirkjuna.
Sjá hér einnig þessa nýju grein:
Eftir hneykslanlegt fórnartal Sigmundar Davíðs: Þjóðkirkjan hefur ekkert umboð til að láta skera niður sóknargjöld“
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 04:04
Predikari: Þú skrökvar þegar þú segir:
Það gerðu þeir fram til 1987.
Þetta er ekki rétt! Landsmenn virðast margir hverjir hafa hent greiðsluseðlunum beint í ruslið því kirkjan var komin í fjárhagslegt öngstræti á þessum tíma. Vitnum beint í orð Ríkiskirkjuprests um þetta mál:
Ráðherrar sem ég hef rætt við frá þessum tíma segja mðer að tilgangur laganna hafi verið sá að gera kirkjunni gott eitt til, treysta stöðu hennar en innheimta sóknargjalda gekk oft brösulega í höndum sóknarnefndanna sjálfra. Kirkjan á þeim tíma og síðar leit þannig á að að ríkið væri að taka að sér þessa innheimtu og tryggja þannig stöðu kirkjunnar og annarra trúfélaga, en væntanlega hafa önnur trúfélög eflst við það að fá innheimtuna á hreint.
Engin leynd yfir því að með þessum lögum batnaði fjárhagur trúfélaga verulega. Fjárhagslegur uppgangstími hófst í Þjóðkirkjunni og veitti ekki af því að uppbygging í þéttbýlinu hafði verið hæg.
Lestu sérstaklega feitletruðu setningunarbrotin, en í þeim sést að þú skrökvar (ég gæti sagt 'lýgur', en sleppi því) purrkunarlaust þegar þú gefur í skyn að landsmenn hafi sjálfviljugir greitt trúartollinn sinn fram til ársins 1987. Það gerðu þeir ekki og þess vegna þurfti ríkið, enn og aftur, að skera hana úr snörunni eins og það hefur alltaf gert í gegnum tíðina.
Það að vitna í fjarstæðukenndar fabúleringar Jóns Vals gerir lygina ekkert minni því hann er sjálfur haldinn þeim ranghugmyndum sem þú glímir við.
Óli Jón, 4.1.2015 kl. 05:49
Bestu þakkir fyrir innleggin og sérstaklega að halda þessu á þokkalega kurteislegum nótum. Það er þó merkilegt að sjá einstakling sem kýs að koma ekki fram undir nafni (sem er mér að meinalausu ef menn eru kurteisir) reyna að klína "raunheimanafni" á annan sem kýs slíkt. Líklega er þar um að ræða mið hið margrómaða "kristilega siðferði", byggt á það sem þér viljið að aðrir menn geri yður o.s.frv.
@Predikarinn Það má lengi skýla sér bak við lög. En lög hafa í gegnum tíðina oft bæði reynst ranglát og jafnvel röng. Líklega truflar það þig ekki því þú gerir í það minnsta enga tilraun til að réttlæta ranglætið, hvað þá að þú takir undir að rétt væri að leiðrétta það.
Hvernig getur það til dæmis staðist jafnréttiskröfu stjórnarskrárinnar að þeir sem ekki tilheyra trúfélögum greiði jafnhátt gjald til ríkisins sem er þá notað í "bara eitthvað annað"?
Hvernig getur það verið réttlætt að lagður sé sérstakur skattur á trúleysi? Kostar trúleysi ríkið aukalega?
Hvernig getur staðið á því að tekjulágir einstaklingar borgi ekki sóknargjald, ef þeir greiða ekki opinber gjöld?
Hví greiðir hið opinbera sóknargjald fyrir þá? Ef tekjulágur einstaklingur er trúleysingi, getur hann þá fengið samsvarandi upphæð frá hinu opinbera til að "nota í annað"?
Telur "Predikarinn" slíka mismunum þegnnanna eðlilega þegar litið er til stjórnarkrár og stjórnskipunar Íslands?
Það má alveg sætta sig við að hið opinbera innheimti sóknargjöld, þó að það virki tvímælis að trúfélög njóti forrétinda gagnvart öðrum félögum.
En það er lágmarkskrafa að einstaklingum sé gefið val þar um og sóknargjöld séu nefnd sérstaklega á skattskýrslu og álagningarseðli.
Það á þá líka að vera að þeir sem ekki kjósa að greiða slíkt gjald greiði lægri upphæð sem því nemur.
P.S. Skynsamir einstaklingar sem hafa lært stærðfræði sjá í hendi sér að föst krónutala (sem margir vilja meina að sóknargjöld séu) verður ekki felld inn í prósentuálagningu á laun.
Ef um raunverulegt sóknargjald væri að ræða, væri það nefskattur, lagður á án tillits til launa eða launaleysis og aðeins á þá sem tilheyrðu einhverri sókn.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 06:49
Predikarinn er kominn upp við vegg. En það skiptir han litlu. Hann er hér til að þvæla umræðunni, lengja kommentahalann. Drepa umræðunni á dreif.
Þetta sagði hann hér fyrr:
Staðreyndin er auðvitað sú að þessi félagsgjöld eru felld inn í skattheimtu, en ekki sem almennur skattur, samanber Lög um sóknargjöld og fleira, ...
Hann veit vel að þetta er bull, við höfum útskýrt þetta nokkrum sinnum hér í þessum hala og oft og mörgum sinnum áður. Það virðist ekki hægt að rökræða við manninn.
Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 07:38
Sóknargjöld hvers safnaðar koma einungis af skattframlagi fullorðinna meðlima þess safnaðar, ekki frá utansafnaðafólki. Predikarinn fer alveg rétt með þetta mál, og það gerir einnig biskup Íslands, þegar hún "segir sóknargjöld hafa verið skilgreind sem félagsgjöld með lögum frá árinu 1987 og að því séu sóknargjöld í raun ekki framlag frá ríkinu," eins og getið er um í fréttinni sem hér var bloggað við.
Komið hefur fram á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar, að huldumaðurinn "Skeggi Skaftason" er í raun ekki sá Gerviskeggur, sem hann var oft kallaður á netinu, heldur þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson. Eins og fyrri daginn reynist hann ekki ýkja jákvæður kristnu starfi í landinu, en er (að því er talið er vegna þrýstings frá eigin samflokksmönnum) hættur að stunda það áhættusama atferli að blogga fram á nætur undir réttu nafni.
Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 10:09
@Jón Valur Sóknargjöld eru hluti af almennri skattheimtu á Íslandi. Það sést best á því að þeir sem ekki greiða sóknargjöld greiða jafnháa skatta.
Það jafngildir því að sétt sé auka skattur á trúleysi. Það er eins og var oft fyrir árhundruðum þegar settur var aukaskattur á ýmis kaþólikka eða mótmælendur, eftir þvi hverrar skoðunar yfirvaldið var. Það hefur alla jafna af seinni tíma mönnum ekki þótt góð latína eða til eftirbreytni.
Sé "sóknargjald" reiknað inn í skttpósentur, greiða þeir sem eru tekjuháir hærri "sóknarjöld" en hinir tekjulægri. Það væri þá nær því að kallast "tíund" (þó % sé vitaskuld lægri) en föst krönutala.
Ef fullorðinn einstaklingur sem er meðlimur í sókn greiðir engin opinber gjöld, hver greiðir þá sóknargjöldin fyrir hann?
Greiðir ríkið að, eða fær viðkoandi sókn ekkert gjald frá honum?
Ég er ekki það tíður gestur á vefsíðu Páls Vilhjálmssonar, að ég geti fullyrt um hvað fer þar fram. Sannaðist þar með óvefengjanlegum hætti að "Skeggi" væri Össur Skarphéðinsson? Viðurkenndi "Skeggi" það?
Eða urður "viðstaddir" fyrir vitrun? Ég verð að viðurkenna að það skiptir mig litlu máli, en þætti þó fengur í því að vita um sannleiksgildi þessarar fullyrðingar.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 10:43
Andskotans meinloka er þetta, en sýnir mjög vel hvernig moggabloggarar draga ályktanir út í bláinn. Ég er ekki Össur Skarphéðinsson. Blandið honum ekki í þessa umræðu. Ég veit ekkert hvaða skoðanir han hefur á Þjóðkirkjunni og sóknargjöldum, en hann er skynsamur maður og vonandi sammála mér. Framan af voru þó fáir þingmenn sem þorðu að tala af viti um þetta mál, helst að það væri Mörður Árnason.
Jón Valur Jensson skrifar:
Sóknargjöld hvers safnaðar koma einungis af skattframlagi fullorðinna meðlima þess safnaðar ...
Þetta er ekki rétt. Jón Valur veit að vel en kýs að ljúga. Allir fullorðnir meðlimir tiltekins safnaðar gætu verið öryrkjar og atvinnulausir og greiðandi engan tekjuskatt, en söfnuðurinn myndi samt fá sóknargjöld úr ríkissjóði.
Sóknargjöld safnaðarins eru reiknuð út frá fjölda meðlima 16 ára og eldri, alveg óháð þvi hvort þeir greiði nokkurn tekjuskatt yfir höfuð.
Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 10:47
@Skeggi Þakka þér svarið. Mér þætti þó vænt um að þú settir ekki alla "Moggabloggara" og mig þar með undir sama hattinn, þegar þú segir ".. en sýnir mjög vel hvernig moggabloggarar draga ályktanir út í bláinn.".
Með því er ég alls ekki að fullyrða að mér takist alltaf eða hafi tekist að draga alltaf réttar ályktanir, en ég reyni mitt besta.
Þess utan rekur mig ekki minni til þess að ég hefi reynt að komast að því hver "nafnleysingi" væri, enda skiptir það mig litlu máli, og ég tel rök þeirra jafngild annara ef þau er vel og kurteislega sett fram.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 11:26
Er Jón Valur og predíkarinn - cakó skríbentið ekki einn og sami maðurinn? Það er ekki einleikið hvað þeir eru líkir í öfgunum. Þar sem annar er, er hinn mættur til að mæra hann upp úr skónum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.1.2015 kl. 11:41
@Axel Jóhann Það kann vel að vera, en ég læt mér það í léttu rúmi liggja. Það skiptir mig engu máli.
Í mínum huga fær vitleysa aldrei meira vægi þó að hún komi úr mörgum áttum.
En það er vissulega til að eintaklingar telji að slíkt hjúpi skoðanir þeirra krafti "fjöldans".
En mér er engin þægð í því að hér séu eltir uppi "nafnleysingar" og biðst í raun undan því að slíkt sé gert hér á síðunni.
Eins og ég hef áður sagt eru þeir velkomnir hér, svo lengi sem þeir setja mál sitt fram af kurteisi.
Predikarinn dansar þar ofurlítið á línunni, og daðrar við dónaskapinn en ekki svo alvarlegt geti talist.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 12:04
G. Tómas,
afsakaðu, sneiðin til "moggabloggara" var alls ekki meint til þín! Ég vil þvert á móti þakka þér fyrir góða pistla, málefnalegar umræður og opinn vettvang hér á þinni síðu. Og gott þykir mér að heyra að þú metir meira HVAÐ menn hafa að segja, heldur hvað þeir heita í Þjóðskrá.
Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 12:18
Þetta er ekki rétt. Jón Valur veit að vel en kýs að ljúga. Allir fullorðnir meðlimir tiltekins safnaðar gætu verið öryrkjar og atvinnulausir og greiðandi engan tekjuskatt, en söfnuðurinn myndi samt fá sóknargjöld úr ríkissjóði.
Félagi Össur, ég held að Jón Valur sé ekki að ljúga, hann er bara fullur af ranghugmyndum um eðli sóknargjalda.
Hann heldur virkilega að sá peningur sem trúfélögin fá séu bara komin beint frá félögum tiltekins trúfélags. Mig minnir að ég hafi áður bent á hversu ruglað það er með dæminu um trúfélag sem er fullt af fólki sem borgar engan tekjuskatt. Verður gaman að sjá hvort hann fatti það núna.
þín vinkona til margra ára,
Jóhanna S.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2015 kl. 12:21
Það er ekki oft sem ég hef um ævina verið sammála dr. Össuri - ég verð að viðurkenna að eftir síðasta innlegg hans þá hefur hann breytt þeirri hefð minni að vera honum sammála í að minnsta kosti einu málefni.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 12:23
Það er alveg rétt hjá Tómasi, að hér hefur verið "aukaskattur á trúleysi". Ég hef sjálfur um margra ára skeið bent Vantrúar- og Siðmenntarmönnum á að einbeita sér að því að losna undan þeirri aukaskattheimtu á þá umfram aðra (áður fór það gjald þeirra til HÍ, nú beint í ríkissjóð, nema þeir séu skráðir meðlimir í lífsskoðunarfélagi), en þeir virðast slappir að berjast fyrir eigin hag, sinna hinu frekar sem "hugsjón" að gera lítið úr kristnum kirkjum.
Ég trúi "hvorki" Össuri né "Skeggja Skaftasyni". "Skeggi" þessi getur heldur ekki lagt fram neina 'credentials' í krafti meints nafnleysis, og Össur, sem braut 16.–19. gr. stjórnarskrárinnar með ESB-umsókn sinni, hefur heldur engan trúverðugleika í mínum huga. Og ég hef ekki kosið að ljúga einu né neinu hér, þótt "Skafti" vogi sér að fullyrða það.
Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 15:05
Jón Valur: Manstu þegar þú skrifaðir undir hulu nafnleysis, svo dásamlega hetjulegur í skjóli myrkurs? Þú varst K1 á vef Kristilega einmenningsframboðsins, spámáður kristinna á Íslandi, sem fórst gandreið á ritvellinum hulinn laki. Þú hefur því ekki efni á því að gagnrýna aðra fyrir að koma fram undir nafnleysi því sjálfum þótti þér það í góðu lagi þegar það hentaði þér.
Predikari: Svarafæð þín við síðasta pósti mínum er ærandi.
Óli Jón, 4.1.2015 kl. 16:31
Jón Valur. Ég verð að hæla þér fyrir þér að viðurkenna hið augljós að "aukaskattur á trúleysi" sé til staðar. það eru nú ekki allir sem hafa viðurkennt það. Það er jafnvel til einstaklingar innan þjóðkirkjunnar sem hafa ekki vijað afnema þetta óréttlæti vegna þess að þá væri hætta á því að fólk færi að segja sig úr þjóðkirkjunni í hagnaðarskini.
Jósef Smári Ásmundsson, 4.1.2015 kl. 16:58
@Skeggi Þakka þér fyrir þetta og hlý orði í minn garð. Ég blogga hér til að viðhalda Íslenskunni, en viðurkenni að ég hef gaman af rökræðum og hef eitthvað af "þrætugenum". Heilinn þarf líka sína leikfimi.
@Jón Valur Þakka þér fyrir þetta. Mér þykir mikils virði að lesa að viðurkenningu þína á "aukaskatti á trúleysi".
En frá mínum bæjardyrum hljóta allir þeir sem trúa á réttlæti að berjast gegn slíku óréttlæti, ekki eingöngu þeir sem eru trúlausir.
Þess vegna hef ég sett fram þá kröfu hér á síðunni að aðeins þeir sem tilheyri sókn greiði sóknargjald og aðrir greiði tilsvarandi lægra. Eðlilegt væri að gefin væri kostur á því að haka við á skattframtali hvort að framteljandi vildi að tekið sé af honum sóknargald um leið og opinber gjöld.
Það tel ég áríðandi, því sóknargjald eða félagsgjald getur ekki haft sömu lagalegu stöðu og opinber gjöld, og því líklega brot á lögum að taka það af einstaklingum án samþykkis.
Íþróttafélög t.d. gætu aldrei gert samkomulag við bankastofnanir um að fjarlægja félagsgjöld af reikningum meðlima sinna án þess að samþykki þeirra lægi fyrir.
Ég hef ekki mikið álit á kristni eða nokkrum öðrum trúarbrögðum, en starfsemi þeirra klagar ekkert upp á mig, svo lengi sem þeir láta mig í friði og krefjast ekki að ég taki á mig kostnað þeirra vegna, en á því hefur verið nokkur meinbugur á í gegnum tíðina. Mér finnst reyndar starfsemi lífsskoðunarfélaga að mörgu leyti álíka undarleg, en það er önnur saga.
Ég hef sömuleiðis t.d. oft skrifað gegn ríkisframlögum til stjórnmálaflokka. Það þýðir ekki að ég sé á móti stafsemi þeirra. Ég er hins vegar á móti því að hið opinbera rukki alla landsmenn um "félagsgjald" og dreifi því eftir því hvernig kjósendur "skráðu" sig í flokka í síðustu kosningu. En rétt eins og með "sóknargjaldið" sleppa ekki einu sinni þeir sem ekki kusu.
Skeggi þarf ekki að leggja fram nein "credentials" á þessari síðu. Rök duga. Nafn eitt og sér gefur ekkert "credentials" í mínum huga.
Eða telur þú Jón Valur að leiðarar og Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu hafi ekkert "credentials" vegna þess að þar "kvittar" engin undir?
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 17:14
Ég þakka Jóni Val fyrir að viðurkenna staðreyndir málsins, að utanfélaga-fólk greiðir hér "aukaskatt". Jón Valur er meiri maður en Predikarinn sem neitar þessum augljósu sannindum.
Ég spái því að Predikarinn sé nú hljóðnaður í bili, en komi svo aftur eftir einhverja daga eða vikur þegar sóknargjöld ber aftur á góma, og snúi enn staðreyndum á haus og þyrli upp moldviðri til að afvegaleiða umræðuna.
Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 17:29
Það er auðvitað gleðiefni að Jón Valur skuli telja það óréttlæti að skattleggja sérstaklega utantrúfélagsfólk. Síðast þegar ég spurði prest út í það þá þótti honum það "góð ráðstöfun" (https://www.facebook.com/kirkjan/posts/10152778627847719).
En það er samt sorglegt að það þurfi að fagna því að fólk játi jafn augljósan punkt.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.1.2015 kl. 18:16
Dr. Össur.
Ég er ekkert hljóðnaður. Ég hef fært rök fyrir máli mínu en hér eru einstaklingar sem snúa sannleikanum, á hvolf þrátt fyrir að vísað sé til laga og annarra staðreynda og nýtið þið ykkur sem það gera sem skáldið kvað : hálfsannleikur oftast er, óhrekjandi lygi.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.1.2015 kl. 18:45
Þakka þér svörin, Tómas. En þú segir þar í lokin:
"Eða telur þú Jón Valur að leiðarar og Reykjavíkurbréf í Morgunblaðinu hafi ekkert "credentials" vegna þess að þar "kvittar" engin undir?"
Ritstjórar Morgunblaðsins skrifa leiðara þar eða ábyrgjast þá eins og á öðrum blöðum. Leiðarar þar birta stefnu ritstjórnar blaðsins.
Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 19:33
Dr. Kókó,
ertu ósammála Jóni Val, um "aukaskattinn"?
Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 19:49
Trúarandstæðingurinn Óli Jón (Ólafur Jón Jónsson) talar hér um "Kristilega einmenningsframboðið" og á við Kristin stjórnmálasamtök. Í þeim eru 15 félagsmenn, þ.á m. þrír guðfræðingar, einn læknir, ein hjúkrunarkona, tvær aðrar konur, einn Gídeonfélagi og verzlunarmaður, tveir strætisvagnastjórar, einn leigubílstjóri, einn forstöðumaður safnaðar, einn bókari og endurskoðandi, einn eðlisfræðingur – og eru í ýmsum trúfélögum. Af þessum félagsmönnum hefur meirihlutinn ritað pistla á vefsvæði okkar, Krist.blog.is
Það var tímabundin ráðstöfun og meðfram til að vekja forvitni, að fjórir fyrstu meðlimir KS skrifuðu undir heitunum K1, K2, K3 og K4, en fyrir fram tilkynnt, að nöfn þeirra yrðu birt síðar, og við það var staðið 20. september 2009 (sjá http://krist.blog.is/blog/krist/entry/951539/) nema hvað K3 kaus af sérstökum ástæðum að njóta nafnleyndar áfram; hann hafði þó ekki ritað nema fáar greinar þar og mest um bindindismál; þessi K3 gekk síðar úr KS vegna Icesave-málsins. Við hin tökum alveg fulla ábyrgð á greinum okkar og á hans greinum líka. Auk hans hafa tveir aðrir félagar gengið úr samtökunum, og tvö eru látin, annað þeirra Eva S. Einarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og mjög virkur skrifari á bloggi okkar (K4).
Alls hafa 20 eða 21 gerzt félagar í KS, en 15 eru þar nú, eins og fyrr segir, og öðrum velkomið að ganga til liðs við okkur. Kynningarfundur fyrir fólk, sem sýnt hefur áhuga á að ganga hugsalega í samtökin, og fyrir aðra, sem við bjóðum sérstaklega, verður haldinn eftir nokkrar vikur og annar opinberlega boðaður kynningarfundur fyrir vorið. Hafa má samband við mig um þetta, jvjensson@gmail.com, eða Guðmund lækni Pálsson: gudmundur.palsson@gmail.com .
Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 20:10
@Jón Valur Alveg rétt, nafnlaus skrif eru á ábyrgð ritstjórnar og útgefenda. En við höfum ekki hugmynd um hver skrifar, þó oft höfum við grun.
G. Tómas Gunnarsson, 4.1.2015 kl. 20:11
Þeir eru nú ekki margir, ritstjórarnir, þrír í allt.
Jón Valur Jensson, 4.1.2015 kl. 21:02
@Jón Valur Enn hefur þú rétt fyrir þér með fjölda ritstjóra. En það er ekkert sem segir að þeir skrifi allt sem þar birtist, þó þeir beri ábyrgð á því.
Ertu alveg viss um að í gegnum söguna hafi engir nema ritstjórar komið að þessum skrifum?
G. Tómas Gunnarsson, 5.1.2015 kl. 05:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.