28.12.2014 | 16:40
Verða þá bílaþvottastöðvar bannaðar Í Noregi?
Það hefur oft mátt heyra þau rök að atvinnustarfsemi þar sem mansal eigi sér stað þurfi að banna.
Persónulega er ég ekki sammála því.
Ekki það að ég sé fylgjandi mansali, heldur hitt, að ég tel enga ástæðu til að hegna þeim sem fara eftir lögunum, þó að einhverjir sem eru í sömu starfsgrein brjóti þau.
En lögum eiga auðvitað allir að fylgja, hvort sem þeir eru sammála þeim eður ei, og þeir sem brjóta þau eiga skilið refsingu.
Það er hins vegar sjálfsagt að berjast fyrir lagabreytingum, ef einstaklingum kunna að þykja lögin óréttmæt eða brjóta í bága við almennt siðferði.
En þó að mansal kunni að vera algengt á kakóekrum er engin ástæða til að banna súkkulaði, frekar en það er ástæða til að banna bílaþvott í Noregi.
En að sjálfsögðu á ekki að gefa neinn afslátt af mannréttindum, eða að hika við að sækja þá sem brjóta lögin til saka.
Þannig verndum við mannréttindi.
Þrælahald á norskum bílaþvottastöðvum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.